Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar 25. apríl 2025 15:00 Við vorum hneykslast á því að erlendar stúlkur reyndu að bera hingað inn í landið stórhættulegar 20.000 töflur, og ef þær töflur hefðu komist inn á fíkniefnamarkaðinn hefði það sett undirheimana hér á landi á hvolf. Kannski hafa aðrar 20.000 töflur komist inn í landið annars staðar frá? Hvað veit maður? Því lögregla og tollur ná bara brotabroti af því sem er flutt inn til landsins af ólöglegum fíkniefnum hingað til lands. En hvað mynduð þið segja ef ég segði ykkur að íslensk ungmenni hefðu verið notuð í sama tilgangi úti í Evrópu og jafnvel að bera sams konar efni á milli landa. Það er stutt síðan ég kom að máli þar sem ungmenni var hótað limlestingum ef hann myndi ekki bera efni milli landa í Evrópu. Þetta byrjaði smátt í smíðum, fyrst var þessi einstaklingur að þvo peninga fyrir sama erlenda glæpagengi hér á landi, trúið mér, þetta voru engin lömb að leika við og hika ekki. Síðan var honum gerð upp skuld og þessi einstaklingur átti að borga hana til baka með því að vera burðardýr. Það er engin miskunn í þessum heimi og þú borgar sama hvað. Ég man eftir nokkrum öðrum málum á mínum ferli en þetta er svo ljóslifandi fyrir þær sakir að þarna þurftu foreldrar að veðsetja húsið sitt til að standa í skilum á þessari uppsettu skuld. Það eru fleiri mál sem voru með svipuðum hætti, eins og stúlkan sem sat inni í Tékklandi, svo var það annað mál í Brasilíu þar sem foreldar þurftu að dæla peningum til glæpagengis á meðan stúlkan sat inni til að henni yrði ekki gert mein þar inni. Í þessum tilfellum var um burðardýr um að ræða, ekki eiturlyfjabarínur, heldur fórnarlömb neyslunnar. Staðreyndin er sú að með tilkomu samskiptamiðla þurrkast landamærin út. Það eru engin landamæri í þessum veruleika og það sem þessi öfl nærast á er ótti og ofbeldi. Í tilfelli þessa einstaklings endaði það þannig að foreldrar tóku lán með veðsetningu í húsinu þeirra til að borga þessa uppsettu skuld. Ef við ætlum að vinna gegn þessu þá verðum við að styrkja landamæravörslu og lögregluna og veita lögreglu forverkar rannsóknarheimildir: Við erum ekki eyland í þessum heimi. Þegar Katrín Sif Oddgeirsdóttir segir orðrétt hjá ríkislögreglustjóra Börn og unglingar keyrð milli staða til að fremja glæpi „Dæmi eru um að börn og unglingar séu keyrð á milli staða, af eldra fólki, til að fremja glæpi, innbrot, þjófnaði og ofbeldi. Lögregla er uggandi enda er staðan í nágrannalöndunum grafalvarleg.“ Þá hlýtur fólk að sjá það að við erum að stefna lóðbeint í sænsku leiðina. Börn í viðkvæmri stöðu skotmörkin „Börn eru yngri þegar þau leiðast út í neyslu fíkniefna og neyslan er harðari en áður, á sama tíma er mikill skortur á meðferðarúrræðum. Samfélagið bregst og hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi nýta sér það. „Þetta eru börn í viðkvæmri stöðu, bæði vegna þess að þau eru djúpt sokkin í neyslu en líka börn sem hafa bakgrunn þar sem þau eru mjög viðkvæm fyrir,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.“ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-04-18-glaepahopar-nyta-born-i-sifellt-alvarlegri-afbrot-her-a-landi-441889 En hvað ætlum við að gera í málunum? Byggja fangelsi fyrir 30 milljarða og hlutfall fanga sem hóf afplánun í fyrra var 52,7% af erlendum uppruna og gæsluvarðhaldsfangar af erlendum uppruna voru 69,8%. Hvað með að styrkja lögreglu af alvöru? Hvað með að klára sérhæft meðferðarheimilið sem var lofað 2018 þannig börn verði sér ekki að voða að stökkva út um glugga á meðferðarheimilum. Það sé fengið sérhæft fólk til að takast á við vandann, styrkja úrræði eins og fjölsmiðjur og iðnnám enn frekar. Annars erum við að búa til meðvitað stéttskipt samfélag og það leiðir af sér fleiri glæpi og ofbeldi. Við verðum að horfast í augu við það að það er ekki hægt að gera ekkert, því það er svo ríkt í manninum að tilheyra með einhverjum hætti. Við ættum að hafa áhyggjur af þessu, ekki af þáttum eins og Adolescence sem er verið að sýna á Netflix. Ungmenni hafa verið að fara í leiðangra á hinum Norðurlöndunum að kála fólki; Þessir sömu aðilar komu hingað til lands að kanna jarðveginn á sínum tíma. Þessi veruleiki er ekki langt undan; gleymum ekki skotárásinni í Úlfársdal þar sem skot hafnaði inni í húsi hjá saklausu fólki. Undir svona kringumstæðum skerum við ekki niður hjá lögreglunni frekar styrkjum við hana til muna og sér í lagi sérsveitina. Ef við getum sent milljarða til Úkraníu þá hljótum við að geta fjármagnað þjálfun sérsveitarinnar. Ekki erum við búin að gleyma árásinni á B5, uppgjöri dyravarða og síðast en ekki síst aftökunni þar sem maður var skotinn níu sinnum í höfuð og bak í Rauðagerði. Þetta gerist ekki í tómarúmi og að ástæðulausu. Við verðum að gjöra svo vel að fara vakna upp við þann veruleika að alþjóðleg glæpastarfsemi nær hingað til lands og hvað ætlum við að gera í því? Kannski eru eitthvað af svörunum til við þessari spurningu á Facebook-síðunni „Hvernig fækkum við afbrotum barna?“ Ég skora á fólk að kíkja á hana. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Dómsmál Lögreglan Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við vorum hneykslast á því að erlendar stúlkur reyndu að bera hingað inn í landið stórhættulegar 20.000 töflur, og ef þær töflur hefðu komist inn á fíkniefnamarkaðinn hefði það sett undirheimana hér á landi á hvolf. Kannski hafa aðrar 20.000 töflur komist inn í landið annars staðar frá? Hvað veit maður? Því lögregla og tollur ná bara brotabroti af því sem er flutt inn til landsins af ólöglegum fíkniefnum hingað til lands. En hvað mynduð þið segja ef ég segði ykkur að íslensk ungmenni hefðu verið notuð í sama tilgangi úti í Evrópu og jafnvel að bera sams konar efni á milli landa. Það er stutt síðan ég kom að máli þar sem ungmenni var hótað limlestingum ef hann myndi ekki bera efni milli landa í Evrópu. Þetta byrjaði smátt í smíðum, fyrst var þessi einstaklingur að þvo peninga fyrir sama erlenda glæpagengi hér á landi, trúið mér, þetta voru engin lömb að leika við og hika ekki. Síðan var honum gerð upp skuld og þessi einstaklingur átti að borga hana til baka með því að vera burðardýr. Það er engin miskunn í þessum heimi og þú borgar sama hvað. Ég man eftir nokkrum öðrum málum á mínum ferli en þetta er svo ljóslifandi fyrir þær sakir að þarna þurftu foreldrar að veðsetja húsið sitt til að standa í skilum á þessari uppsettu skuld. Það eru fleiri mál sem voru með svipuðum hætti, eins og stúlkan sem sat inni í Tékklandi, svo var það annað mál í Brasilíu þar sem foreldar þurftu að dæla peningum til glæpagengis á meðan stúlkan sat inni til að henni yrði ekki gert mein þar inni. Í þessum tilfellum var um burðardýr um að ræða, ekki eiturlyfjabarínur, heldur fórnarlömb neyslunnar. Staðreyndin er sú að með tilkomu samskiptamiðla þurrkast landamærin út. Það eru engin landamæri í þessum veruleika og það sem þessi öfl nærast á er ótti og ofbeldi. Í tilfelli þessa einstaklings endaði það þannig að foreldrar tóku lán með veðsetningu í húsinu þeirra til að borga þessa uppsettu skuld. Ef við ætlum að vinna gegn þessu þá verðum við að styrkja landamæravörslu og lögregluna og veita lögreglu forverkar rannsóknarheimildir: Við erum ekki eyland í þessum heimi. Þegar Katrín Sif Oddgeirsdóttir segir orðrétt hjá ríkislögreglustjóra Börn og unglingar keyrð milli staða til að fremja glæpi „Dæmi eru um að börn og unglingar séu keyrð á milli staða, af eldra fólki, til að fremja glæpi, innbrot, þjófnaði og ofbeldi. Lögregla er uggandi enda er staðan í nágrannalöndunum grafalvarleg.“ Þá hlýtur fólk að sjá það að við erum að stefna lóðbeint í sænsku leiðina. Börn í viðkvæmri stöðu skotmörkin „Börn eru yngri þegar þau leiðast út í neyslu fíkniefna og neyslan er harðari en áður, á sama tíma er mikill skortur á meðferðarúrræðum. Samfélagið bregst og hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi nýta sér það. „Þetta eru börn í viðkvæmri stöðu, bæði vegna þess að þau eru djúpt sokkin í neyslu en líka börn sem hafa bakgrunn þar sem þau eru mjög viðkvæm fyrir,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.“ https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-04-18-glaepahopar-nyta-born-i-sifellt-alvarlegri-afbrot-her-a-landi-441889 En hvað ætlum við að gera í málunum? Byggja fangelsi fyrir 30 milljarða og hlutfall fanga sem hóf afplánun í fyrra var 52,7% af erlendum uppruna og gæsluvarðhaldsfangar af erlendum uppruna voru 69,8%. Hvað með að styrkja lögreglu af alvöru? Hvað með að klára sérhæft meðferðarheimilið sem var lofað 2018 þannig börn verði sér ekki að voða að stökkva út um glugga á meðferðarheimilum. Það sé fengið sérhæft fólk til að takast á við vandann, styrkja úrræði eins og fjölsmiðjur og iðnnám enn frekar. Annars erum við að búa til meðvitað stéttskipt samfélag og það leiðir af sér fleiri glæpi og ofbeldi. Við verðum að horfast í augu við það að það er ekki hægt að gera ekkert, því það er svo ríkt í manninum að tilheyra með einhverjum hætti. Við ættum að hafa áhyggjur af þessu, ekki af þáttum eins og Adolescence sem er verið að sýna á Netflix. Ungmenni hafa verið að fara í leiðangra á hinum Norðurlöndunum að kála fólki; Þessir sömu aðilar komu hingað til lands að kanna jarðveginn á sínum tíma. Þessi veruleiki er ekki langt undan; gleymum ekki skotárásinni í Úlfársdal þar sem skot hafnaði inni í húsi hjá saklausu fólki. Undir svona kringumstæðum skerum við ekki niður hjá lögreglunni frekar styrkjum við hana til muna og sér í lagi sérsveitina. Ef við getum sent milljarða til Úkraníu þá hljótum við að geta fjármagnað þjálfun sérsveitarinnar. Ekki erum við búin að gleyma árásinni á B5, uppgjöri dyravarða og síðast en ekki síst aftökunni þar sem maður var skotinn níu sinnum í höfuð og bak í Rauðagerði. Þetta gerist ekki í tómarúmi og að ástæðulausu. Við verðum að gjöra svo vel að fara vakna upp við þann veruleika að alþjóðleg glæpastarfsemi nær hingað til lands og hvað ætlum við að gera í því? Kannski eru eitthvað af svörunum til við þessari spurningu á Facebook-síðunni „Hvernig fækkum við afbrotum barna?“ Ég skora á fólk að kíkja á hana. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun