„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2025 09:01 Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar