Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 14:26 730 tré voru felld í Öskjuhlíðinni í fyrsta áfanga. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31