Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:04 Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli, ásamt Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sem var fundarstjóri í Hvolnum. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun innan Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis, sem tók til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli hafa sjaldan eða aldrei verið eins kátir og þessa dagana því þeir voru að fá höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar á staðinn eða Náttúruverndarstofnun. Um eitt hundrað starfsmenn vinna hjá stofnuninni á starfsstöðvum út um allt land. Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar
Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira