Segja loforð svikin í Skálafelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 11:51 Úr brekkum Skálafells. JMG Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira