Þingið kafi í styrkveitingarnar Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 08:18 Vilhjálmur vill að þingið kafi í styrkjamálið svokallaða. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun leggja til á fundi nefndarinnar í dag að stofnað verði til frumkvæðisathugunar á styrkveitingum ríkisins til stjórnmálaflokka. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Í umfjöllun blaðsins segir að með því muni nefndin taka fyrir ákvörðun Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, að krefja þá stjórnmálaflokka sem þegið hafa framlög úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skýr skilyrði laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, ekki um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Fleiri hundruð milljóna undir Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Það gerði fjármálaráðherra að fengnum tveimur lögfræðiálitum, annars vegar innan úr ráðuneytinu og hins vegar frá Flóka Ásgeirssyni, lögmanni á Magna lögmönnum. Gegn markmiðum laganna að sögn lögmanns og ráðherra Mat hans var að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá Ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra um málið. Ekki allir lögfræðingar sammála Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu, lét sig málið varða eftir að ákvörðun ráðherra var kunngjörð. Hann kvaðst ósammála báðum lögfræðiálitum. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almennt í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa.“ Ef marka má könnun Maskínu, sem athugaði hug þjóðarinnar til málsins, er meirihluti þjóðarinnar sammála mati Arnars Þórs, flokkarnir ættu að endurgreiða styrkina. Niðurstaða eftir mánuð Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætti ekki að taka langan tíma, „kannski mánuð.“ Að fenginni niðurstöðu þeirrar athugunar muni nefndin hefja aðra frumkvæðisathugun, á framkvæmd og framfylgd laga um stjórnmálasamtök.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira