Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:31 „Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi, stíg sérstakan verðbólgudans … því þegar verðbólgan hækkar hratt getum við aukið álagninguna.“ Eitthvað á þessa vegu mæltist bandarískum forstjóra fyrir nokkrum árum og opinberaði þar sannleik sem sjaldan er færður í orð, en allir þekkja: verðbólgutímar geta verið gullöld fyrir fyrirtæki. Þetta á ekki síst við um þau fyrirtæki sem geta nýtt sér fákeppni. Þegar neytendur venjast sífelldum verðhækkunum geta fyrirtæki auðveldlega velt öllum kostnaðarhækkunum út í verðlag og jafnvel aukið álagninguna á sama tíma. Réttlætingar er vart þörf, því á verðbólgutímum færast mörkin til og fólk hættir að átta sig á því hvert raunverulegt verð ætti að vera. Þessi veruleiki er Íslendingum vel kunnur. Sögulegur hagnaður í og eftir heimsfaraldur Verðbólguárin 2021–2023 voru í grunninn sérstaklega hagstæð fyrir íslensk fyrirtæki. Árið 2019 nam hagnaður fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu 6% af tekjum þeirra, en árið 2021 hafði þetta hlutfall rúmlega tvöfaldast í 13% og hefur haldist hátt síðan. Þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir stórjókst gróði fyrirtækja og fór úr 265 milljörðum árið 2019 í 741 milljarð árið 2022. Þótt hagnaðurinn hefði ekki verið jafnmikill árið eftir þá voru 536 milljarðarnir sem fyrirtæki rökuðu til sín árið 2023 samt um tvöfaldur hagnaður ársins 2019. Þetta er ekki eðlilegur vöxtur sem á rætur í dugnaði og útsjónarsemi, þetta er gróðastarfsemi á verðbólgutímum sem við borgum öll fyrir úr eigin vasa. Hefðu fyrirtækin slegið af hinum miklu arðsemiskröfum sínum hefði verðbólgan orðið lægri en raun bar vitni. Það þýðir jafnframt að ekki hefði verið ástæða til að hækka vexti upp úr öllu valdi með gríðarlegum tilkostnaði fyrir heimili í landinu. Heimilin borga sum sé gróða fyrirtækjanna ekki aðeins í gegnum hærra vöruverð, heldur líka í gegnum háa vexti og þar með húsnæðiskostnað sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þá eru ónefndir allir skattarnir sem við greiðum beint til að mæta miklum vaxtakostnaði ríkissjóðs. Fyrirtækin áttu að halda aftur af verðhækkunum Fyrir ári síðan, að undangengnum öllum þessum fyrirtækjagróða, féllst launafólk á almennum markaði á kjarasamninga sem kváðu í grunninn á um launahækkanir sem voru lægri en verðbólga. Hugmyndin var sú að laun venjulegs fólks væru meginóvissuþátturinn varðandi verðbólguna og ef launahækkanir yrðu afar hóflegar gætu fyrirtæki haldið aftur af verðhækkunum sem aftur myndi skapa forsendur fyrir lægri verðbólgu og vöxtum. Þetta var óþægilega einföld hugmynd um orsakir og samsetningu verðbólgu, en það var engu að síður skýrt að fyrirtækin yrðu að halda aftur af verðhækkunum ef þetta samkomulag átti að ganga eftir. Og hvað hefur gerst? Þurfti að hækka tómatana um 63% í febrúar? Nú er óvíst hvort einhver tók að sér að dansa verðbólgudansinn, en í aðdraganda jóla steig forsvarsfólk nokkurra verslana og fyrirtækja fram og boðaði verðhækkanir í svo samstilltum kór að Samkeppniseftirlitið sá sig knúið til að benda á að slíkar yfirlýsingar gætu stuðlað að samhæfðum verðhækkunum, með öðrum orðum verðsamráði fyrir opnum tjöldum. Eftir því sem heimildir úr matvöruverslun herma þá brugðust heildsalar þegar í stað við merkjasendingunum og hækkuðu verð á mörgum vörum, jafnvel um tugi prósenta. Smásalan fylgdi á eftir. Verðhækkanirnar voru því nánast eins fyrirsjáanlegar og sjálf áramótin. Samkvæmt nýjustu úttekt verðlagseftirlits ASÍ hækkuðu tómatar í lausu um 63% milli janúar og febrúar í Bónus. Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni hefur hækkað um 5–14% frá janúar og ferskt kjúklingakjöt hefur einnig hækkað verulega. Það verður sífellt dýrara að borða. Ekki sér fyrir endann á þessu og nú hafa bæði Festi og Hagar tilkynnt um að hagnaður þeirra hafi aukist milli ára 2023 og 2024, á einmitt sama tíma og öllum var gert að leggjast á árarnar við að ná verðbólgunni niður. Hver á að sýna hófsemi? Á meðan launafólk er sífellt beðið um að sýna ábyrgð og hófsemi, er atvinnulífið hvorki gagnrýnt né krafið um að slá af eigin gróða. Þetta er eins og að tveir aðilar semji um að fara hægt yfir en annar aðilinn er settur í hlekki á meðan hinn fær að valsa frjáls og stýra sínum eigin hraða. Launafólk er fast inni í samningum til fjögurra ára en fyrirtækin geta hagað álagningu sinni eins og þeim sýnist. Samtök atvinnulífsins hafa varpað frá sér allri ábyrgð með þeirri fullyrðingu að þau geti ekki skipt sér af verðlagi þar sem það gæti varðað við samkeppnislög, sem er talsverð afbökun á veruleikanum. Fyrirtæki sem bjuggu við sögulegt góðæri á sama tíma og fólk saup seyðið af verðbólgunni verða að axla ábyrgð ef núverandi kjarasamningar eiga að halda. Af hverju eiga heimilin og launafólk alltaf að borga brúsann? Hvers vegna ættu stór fyrirtæki að fá að dansa í gegnum verðbólguna með aukinn hagnað á meðan venjulegt fólk er krafið um aðhald? Ef fyrirtækin ætla ekki að sýna samfélagslega ábyrgð sjálf með því að halda aftur af hagnaðarsókn, þá er ljóst að svona kjarasamninga verður aldrei hægt að gera aftur. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Sjá meira
„Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi, stíg sérstakan verðbólgudans … því þegar verðbólgan hækkar hratt getum við aukið álagninguna.“ Eitthvað á þessa vegu mæltist bandarískum forstjóra fyrir nokkrum árum og opinberaði þar sannleik sem sjaldan er færður í orð, en allir þekkja: verðbólgutímar geta verið gullöld fyrir fyrirtæki. Þetta á ekki síst við um þau fyrirtæki sem geta nýtt sér fákeppni. Þegar neytendur venjast sífelldum verðhækkunum geta fyrirtæki auðveldlega velt öllum kostnaðarhækkunum út í verðlag og jafnvel aukið álagninguna á sama tíma. Réttlætingar er vart þörf, því á verðbólgutímum færast mörkin til og fólk hættir að átta sig á því hvert raunverulegt verð ætti að vera. Þessi veruleiki er Íslendingum vel kunnur. Sögulegur hagnaður í og eftir heimsfaraldur Verðbólguárin 2021–2023 voru í grunninn sérstaklega hagstæð fyrir íslensk fyrirtæki. Árið 2019 nam hagnaður fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu 6% af tekjum þeirra, en árið 2021 hafði þetta hlutfall rúmlega tvöfaldast í 13% og hefur haldist hátt síðan. Þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir stórjókst gróði fyrirtækja og fór úr 265 milljörðum árið 2019 í 741 milljarð árið 2022. Þótt hagnaðurinn hefði ekki verið jafnmikill árið eftir þá voru 536 milljarðarnir sem fyrirtæki rökuðu til sín árið 2023 samt um tvöfaldur hagnaður ársins 2019. Þetta er ekki eðlilegur vöxtur sem á rætur í dugnaði og útsjónarsemi, þetta er gróðastarfsemi á verðbólgutímum sem við borgum öll fyrir úr eigin vasa. Hefðu fyrirtækin slegið af hinum miklu arðsemiskröfum sínum hefði verðbólgan orðið lægri en raun bar vitni. Það þýðir jafnframt að ekki hefði verið ástæða til að hækka vexti upp úr öllu valdi með gríðarlegum tilkostnaði fyrir heimili í landinu. Heimilin borga sum sé gróða fyrirtækjanna ekki aðeins í gegnum hærra vöruverð, heldur líka í gegnum háa vexti og þar með húsnæðiskostnað sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Þá eru ónefndir allir skattarnir sem við greiðum beint til að mæta miklum vaxtakostnaði ríkissjóðs. Fyrirtækin áttu að halda aftur af verðhækkunum Fyrir ári síðan, að undangengnum öllum þessum fyrirtækjagróða, féllst launafólk á almennum markaði á kjarasamninga sem kváðu í grunninn á um launahækkanir sem voru lægri en verðbólga. Hugmyndin var sú að laun venjulegs fólks væru meginóvissuþátturinn varðandi verðbólguna og ef launahækkanir yrðu afar hóflegar gætu fyrirtæki haldið aftur af verðhækkunum sem aftur myndi skapa forsendur fyrir lægri verðbólgu og vöxtum. Þetta var óþægilega einföld hugmynd um orsakir og samsetningu verðbólgu, en það var engu að síður skýrt að fyrirtækin yrðu að halda aftur af verðhækkunum ef þetta samkomulag átti að ganga eftir. Og hvað hefur gerst? Þurfti að hækka tómatana um 63% í febrúar? Nú er óvíst hvort einhver tók að sér að dansa verðbólgudansinn, en í aðdraganda jóla steig forsvarsfólk nokkurra verslana og fyrirtækja fram og boðaði verðhækkanir í svo samstilltum kór að Samkeppniseftirlitið sá sig knúið til að benda á að slíkar yfirlýsingar gætu stuðlað að samhæfðum verðhækkunum, með öðrum orðum verðsamráði fyrir opnum tjöldum. Eftir því sem heimildir úr matvöruverslun herma þá brugðust heildsalar þegar í stað við merkjasendingunum og hækkuðu verð á mörgum vörum, jafnvel um tugi prósenta. Smásalan fylgdi á eftir. Verðhækkanirnar voru því nánast eins fyrirsjáanlegar og sjálf áramótin. Samkvæmt nýjustu úttekt verðlagseftirlits ASÍ hækkuðu tómatar í lausu um 63% milli janúar og febrúar í Bónus. Holta heimshorna kjúklingur í Krónunni hefur hækkað um 5–14% frá janúar og ferskt kjúklingakjöt hefur einnig hækkað verulega. Það verður sífellt dýrara að borða. Ekki sér fyrir endann á þessu og nú hafa bæði Festi og Hagar tilkynnt um að hagnaður þeirra hafi aukist milli ára 2023 og 2024, á einmitt sama tíma og öllum var gert að leggjast á árarnar við að ná verðbólgunni niður. Hver á að sýna hófsemi? Á meðan launafólk er sífellt beðið um að sýna ábyrgð og hófsemi, er atvinnulífið hvorki gagnrýnt né krafið um að slá af eigin gróða. Þetta er eins og að tveir aðilar semji um að fara hægt yfir en annar aðilinn er settur í hlekki á meðan hinn fær að valsa frjáls og stýra sínum eigin hraða. Launafólk er fast inni í samningum til fjögurra ára en fyrirtækin geta hagað álagningu sinni eins og þeim sýnist. Samtök atvinnulífsins hafa varpað frá sér allri ábyrgð með þeirri fullyrðingu að þau geti ekki skipt sér af verðlagi þar sem það gæti varðað við samkeppnislög, sem er talsverð afbökun á veruleikanum. Fyrirtæki sem bjuggu við sögulegt góðæri á sama tíma og fólk saup seyðið af verðbólgunni verða að axla ábyrgð ef núverandi kjarasamningar eiga að halda. Af hverju eiga heimilin og launafólk alltaf að borga brúsann? Hvers vegna ættu stór fyrirtæki að fá að dansa í gegnum verðbólguna með aukinn hagnað á meðan venjulegt fólk er krafið um aðhald? Ef fyrirtækin ætla ekki að sýna samfélagslega ábyrgð sjálf með því að halda aftur af hagnaðarsókn, þá er ljóst að svona kjarasamninga verður aldrei hægt að gera aftur. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun