Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar 15. febrúar 2025 19:32 Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur. Menn læra mjög fljótt að þú svíkur ekki þá sem komu þér þarna inn og bíða þolinmóðir eftir þér fyrir utan girðinguna. Allir vita hvað þá gerist. Þú ert því trúr þínum lífsgildum, glæpakóða og þínum glæpflokki. Reynt er þó af megni af yfirvölum að halda byrjendum í afbrotum aðskildum frá hinum eldri svo vistin innan veggja fangelsisins verði þeim til betrunar. Nýir alþingismenn fá hins vegar að valsa um innan veggja Alþingis og þeim er ekki markvisst haldið frá hinum eldri, reynslumeiri og forhertari. Þeir læra því fljótt hvernig nýta má dvölina þar í eigin þágu, vina sinna og fjölskyldu. Haldin eru námskeið og farið í fræðsluferðir til „vinveittra“ ríkja þar sem menn læra að ræna banka og sjóði og selja landið og auðlindir þess og með lagasetningum og reglugerðum drita niður vindmyllum og smávirkjunum, spæna upp landið og leggja sæstreng og gefa vildarvinum sínum milljarða allt í því heilaga nafni „loftslagsmál“. Vinsælt er að hagnast á innherjaupplýsingum t.d. frá orkufyrirtækjum og með því að greiða götu þeirra innlendra og erlendra aðila sem vilja selja landið og/eða menga það með innfluttri iðnaðarmengun, vítissóda eða viðarkurli sem er dælt í jörðina eða varpað hafið. Oft dugar að múta innlendum eftirlitsstofnunum svo sem Hafró. Menn læra þar að auki af eldri þingmönnum á Alþingi hvernig á brjóta lög landsins jafnvel stjórnarskrána og svíkja stefnu síns eigin flokks, samflokksmenn og sannfæringu nánast án þess að nokkur taki eftir því. Þeir sem komu þér þarna inn munu ekki bíða eftir þér á Austurvelli þegar þú sleppur út. Margt hefur áunnist með þessu hugarfari og er landið og auðlindir þess nú að miklu leyti komnar í eigu alvöru erlendra glæpaflokka þar sem gilda sömu lögmál og á Litla-Hrauni: Þú kjaftar ekki frá og stelur ekki frá okkur. ...eða eins og ungi þingmaðurinn, nýkjörinn til setu á Alþingi, sagði nýlega við fréttamann RÚV af því tilefni að hann vann drengskapareið að stjórnarskránni: "Ég veit ekki hvað ég að gera hér? Er eitthvað eftir á þessu landi til að ræna." Tökum Litla-Hraun til fyrirmyndar og höldum ungum þingmönnum aðskildum frá hinum eldri! Höfundur er fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur. Menn læra mjög fljótt að þú svíkur ekki þá sem komu þér þarna inn og bíða þolinmóðir eftir þér fyrir utan girðinguna. Allir vita hvað þá gerist. Þú ert því trúr þínum lífsgildum, glæpakóða og þínum glæpflokki. Reynt er þó af megni af yfirvölum að halda byrjendum í afbrotum aðskildum frá hinum eldri svo vistin innan veggja fangelsisins verði þeim til betrunar. Nýir alþingismenn fá hins vegar að valsa um innan veggja Alþingis og þeim er ekki markvisst haldið frá hinum eldri, reynslumeiri og forhertari. Þeir læra því fljótt hvernig nýta má dvölina þar í eigin þágu, vina sinna og fjölskyldu. Haldin eru námskeið og farið í fræðsluferðir til „vinveittra“ ríkja þar sem menn læra að ræna banka og sjóði og selja landið og auðlindir þess og með lagasetningum og reglugerðum drita niður vindmyllum og smávirkjunum, spæna upp landið og leggja sæstreng og gefa vildarvinum sínum milljarða allt í því heilaga nafni „loftslagsmál“. Vinsælt er að hagnast á innherjaupplýsingum t.d. frá orkufyrirtækjum og með því að greiða götu þeirra innlendra og erlendra aðila sem vilja selja landið og/eða menga það með innfluttri iðnaðarmengun, vítissóda eða viðarkurli sem er dælt í jörðina eða varpað hafið. Oft dugar að múta innlendum eftirlitsstofnunum svo sem Hafró. Menn læra þar að auki af eldri þingmönnum á Alþingi hvernig á brjóta lög landsins jafnvel stjórnarskrána og svíkja stefnu síns eigin flokks, samflokksmenn og sannfæringu nánast án þess að nokkur taki eftir því. Þeir sem komu þér þarna inn munu ekki bíða eftir þér á Austurvelli þegar þú sleppur út. Margt hefur áunnist með þessu hugarfari og er landið og auðlindir þess nú að miklu leyti komnar í eigu alvöru erlendra glæpaflokka þar sem gilda sömu lögmál og á Litla-Hrauni: Þú kjaftar ekki frá og stelur ekki frá okkur. ...eða eins og ungi þingmaðurinn, nýkjörinn til setu á Alþingi, sagði nýlega við fréttamann RÚV af því tilefni að hann vann drengskapareið að stjórnarskránni: "Ég veit ekki hvað ég að gera hér? Er eitthvað eftir á þessu landi til að ræna." Tökum Litla-Hraun til fyrirmyndar og höldum ungum þingmönnum aðskildum frá hinum eldri! Höfundur er fullveldissinni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun