Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 11:45 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver í gærkvöld og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki að stýra liðinu frá hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum, eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir grannaslaginn við Everton í gærkvöld. Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Sjá meira
Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn