Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2025 11:41 Maðurinn hafði bensínbrúsa við höndina þegar hann hótaði að kveikja í fjölskyldu sinni. GEtty/Mint images Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur. Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir íkamsárás, hótanir og barnaverndarlagabrot, með því að hafa, mánudaginn 14. nóvember 2022, í herbergi á ótilgreindum stað í Reykjanesbæ, hótað sambýliskonu sinni og stjúpsyni sínum lífláti. Það hafi hann gert með því að segja að hann myndi ganga frá þeim og brenna þau, en hann hafi á þeim tímapunkti verið með bensínbrúsa í herberginu. Þá hafi maðurinn kastað glerflösku í sambýliskonuna, ýtt henni og slegið hana einu sinni með flötum lófa í andlitið, allt í viðurvist stjúpsonarins. Olli fjölskyldunni ótta um líf hennar Með háttsemi sinni hafi maðurinn misþyrmt stjúpsyninum andlega þannig að lífi hans og heilsu væri hætta búin, auk þess sem hann hafi beitt hann hótunum, ógnunum og vanvirðandi háttsemi og sýnt honum yfirgang og ruddalegt athæfi. Afleiðingar af háttsemi mannsins hafi verið þær að sambýliskonan hlaut bólgu og verki hægra megin í andliti, auk þess sem háttsemin hafi verið til þess fallin að valda sambýliskonunni og stjúpsyninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð sína. Sagðist ekki hafa verið á góðum stað Maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að hún yrði alfarið bunfin skilorði. Með skýlausri játningu mannsins fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, sé sannað að hann hafi gerst sekurum þá háttsemi sem honum er gefið að sök í ákæru og þar þyki rétt heimfærð til refsiákvæða. Hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Fyrir dómi hafi hann gefið þá skýringu fyrir háttsemi sinni að á þeim tíma sem brotið var framið hafi hann nýlega flúið erfiðar aðstæður í heimalandi sökum stríðs ásamt því að glíma við áfengisvanda. Hann hafi kveðist ekki hafa verið á góðum stað en hafi nú snúið baki við dapurlegum kafla í sínu lífi og unnið að því að koma lífi sínu í réttan farveg og hann hafi kveðist iðrast gjörða sinna. Með vísan til þess væri refsing hans hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsisvist, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað alls 635 þúsund krónur.
Heimilisofbeldi Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira