„Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 22:20 Strákarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa tapað tveimur leikjum í röð, gegn tveimur efstu liðum Bónus deildar karla. vísir/diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá hans mönnum gegn toppliði Stjörnunnar í Bónus deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu leikinn, 90-100. „Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira