Fór holu í höggi yfir húsið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 09:01 Bryson DeChambeau fagnaði því mjög vel þegar honum tókst loksins á sextánda degi að fara holu í högg. @brysondechambeau Bandaríski atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau hefur dundað sér við það síðustu tvær vikur að reyna að fara holu í höggi yfir húsið sitt. Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau)
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira