„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:43 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira