Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:33 Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis til vinstri hér ásamt Tom Hanks. Zemeckis er meðal gesta á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic „Við erum með marga stóra erlenda gesti og það hefur aldrei verið svona mikið af stórum nöfnum. Það er margt að sjá og erfitt að velja hvað stendur upp úr,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í samtali við blaðamann en hann og Yrsa Sigurðardóttir eru forsprakkar bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem hefst með pompi og prakt í Reykjavík í kvöld. Meðal erlendra gesta hátíðarinnar er leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis. Hann hlaut Óskarinn fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Forrest Gump og hefur auk þess þess leikstýrt Back to the Future þríleiknum og framleitt og leikstýrt myndum á borð við Cast Away og Polar Express. „Við Yrsa erum spennt og þreytt eftir langan undirbúning og við ætlum að reyna að njóta,“ segir Ragnar fullur tilhlökkunar. Bróðir Díönu prinsessu meðal gesta Hátíðin hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið stærri. „Barnabókahöfundurinn og grínistinn David Walliams er að koma í annað skipti og það er auðvitað mikið tilhlökkunarefni að fá hann aftur. Síðast þegar hann kom mynduðust svo langar biðraðir að það náðu ekki allir að hitta á hann en hann vildi bæta úr því og koma aftur. Hann verður á laugardagskvöld í Fríkirkjunni sem ég held að verði alveg frábær stemning. Þetta er sömuleiðis lokaviðburður hátíðarinnar, við verðum með frábæran spyril sem er írskur sjónvarpsmaður og það verður líklega smá uppistands stemning þar sem má búast við miklum hlátri. Við erum sömuleiðis spennt að fá Charles Spencer, bróður Díönu prinsessu, en hann verður með viðburð á föstudaginn í Fríkirkjunni. Hann er auðvitað frægur fyrir sína fjölskyldu en er líka rithöfundur sem hefur skrifað frábærar bækur og það verður gaman að hitta hann.“ Ragnar Jónasson stendur fyrir bókmenntahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri rithöfundum.Vísir/Vilhelm Kynntist Zemeckis hjónum í gegnum bækur sínar Meðal stærstu nafna hátíðarinnar er svo auðvitað leikstjórinn Robert Zemeckis og eiginkona hans, verðlaunahöfundurinn Leslie Zemeckis. „Ég hef aldrei hitt þau en ég kannast samt við konuna hans, hún hefur lesið bækurnar mínar og við höfum aðeins kynnst í gegnum það. Þannig kom þetta til, þau eru að koma í stutt tveggja daga stopp og verða í Fríkirkjunni á morgun. Ég er mjög spenntur að hitta hann, alveg stórkostlegur leikstjóri og örugglega eitt stærsta nafnið sem við höfum fengið. Að lokum verð ég að nefna Brendu Blethyn sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Veru eftir Ann Cleaves. Vera eru bækur og þættir sem eiga marga aðdáendur og þetta er einstakt tækifæri fyrir þá til þess að hitta leikstjórann og aðalleikkonuna,“ segir Ragnar að lokum. Hér má nálgast dagskrána fyrir Iceland Noir. Bókmenntahátíð Bókmenntir Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Meðal erlendra gesta hátíðarinnar er leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis. Hann hlaut Óskarinn fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Forrest Gump og hefur auk þess þess leikstýrt Back to the Future þríleiknum og framleitt og leikstýrt myndum á borð við Cast Away og Polar Express. „Við Yrsa erum spennt og þreytt eftir langan undirbúning og við ætlum að reyna að njóta,“ segir Ragnar fullur tilhlökkunar. Bróðir Díönu prinsessu meðal gesta Hátíðin hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið stærri. „Barnabókahöfundurinn og grínistinn David Walliams er að koma í annað skipti og það er auðvitað mikið tilhlökkunarefni að fá hann aftur. Síðast þegar hann kom mynduðust svo langar biðraðir að það náðu ekki allir að hitta á hann en hann vildi bæta úr því og koma aftur. Hann verður á laugardagskvöld í Fríkirkjunni sem ég held að verði alveg frábær stemning. Þetta er sömuleiðis lokaviðburður hátíðarinnar, við verðum með frábæran spyril sem er írskur sjónvarpsmaður og það verður líklega smá uppistands stemning þar sem má búast við miklum hlátri. Við erum sömuleiðis spennt að fá Charles Spencer, bróður Díönu prinsessu, en hann verður með viðburð á föstudaginn í Fríkirkjunni. Hann er auðvitað frægur fyrir sína fjölskyldu en er líka rithöfundur sem hefur skrifað frábærar bækur og það verður gaman að hitta hann.“ Ragnar Jónasson stendur fyrir bókmenntahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri rithöfundum.Vísir/Vilhelm Kynntist Zemeckis hjónum í gegnum bækur sínar Meðal stærstu nafna hátíðarinnar er svo auðvitað leikstjórinn Robert Zemeckis og eiginkona hans, verðlaunahöfundurinn Leslie Zemeckis. „Ég hef aldrei hitt þau en ég kannast samt við konuna hans, hún hefur lesið bækurnar mínar og við höfum aðeins kynnst í gegnum það. Þannig kom þetta til, þau eru að koma í stutt tveggja daga stopp og verða í Fríkirkjunni á morgun. Ég er mjög spenntur að hitta hann, alveg stórkostlegur leikstjóri og örugglega eitt stærsta nafnið sem við höfum fengið. Að lokum verð ég að nefna Brendu Blethyn sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Veru eftir Ann Cleaves. Vera eru bækur og þættir sem eiga marga aðdáendur og þetta er einstakt tækifæri fyrir þá til þess að hitta leikstjórann og aðalleikkonuna,“ segir Ragnar að lokum. Hér má nálgast dagskrána fyrir Iceland Noir.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira