Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2024 22:17 Jón Daði í leik með Wrexham. Gary Oakley/Getty Images Jón Daði Böðvarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Hollywood-lið Wrexham þegar liðið mætti Port Vale í EFL-bikarnum í fótbolta. Kom hann að eina marki Wrexham í leiknum. Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Þrátt fyrir að leika í ensku C-deildinni er Wrexham með frægari liðum Englands um þessar mundir. Ástæðan er uppgangur liðsins síðan Hollywood-stjórstjarnan Ryan Reynolds og leikarinn Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Jón Daði var án félags þegar Wrexham lenti í meiðslakrísu og gerðu í kjölfarið stuttan samning við Jón Daða til að létta á álaginu. Jón Daði hafði komið við sögu í einum deildarleik sem og óvæntu tapi í ensku bikarkeppninni þar sem hann var óheppinn að skora ekki áður en kom að leik kvöldsins. Það var hans fyrsti leikur í byrjunarliðinu og stóð hann fyrir sínu. Our line-up this evening to face Port Vale 👊🔴⚪️ #WxmAFC pic.twitter.com/DhNl1pgR0B— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) November 12, 2024 Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Max Clemworth kom gestunum frá Wales yfir á 51. mínútu. Hann skilaði boltanum þá í netið af stuttu færi eftir að Jón Daði hafði skallað hornspyrnu Anthony Forde fyrir markið. Stoðsending á íslenska framherjann sem var tekinn af velli á 66. mínútu. Heimamenn í Port Vale jöfnuðu metin þegar átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Port Vale vann síðan vítaspyrnukeppnina sem fylgdi í kjölfarið. Þó um sé að ræða riðlakeppni þá fara allir leikir sem enda með jafntefli í EFL-bikarnum í vítaspyrnukeppni og liðið sem vinnur hana fær eitt auka stig. Eftir þrjá leiki í riðli tvö eru Wrexham og Port Vale bæði með sjö stig. Salford er með þrjú stig og U-21 árs lið Úlfanna er með eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira