Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2024 18:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er allt annað en ánægður með skipuleggjendur Ballon D'or verðlaunahátíðarinnar. Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það fáránlegt að stærsta verðlaunahátíð ársins í fótboltaheiminum, þar sem sjálfur gullboltinn verður afhentur bestu leikmönnum heims í karla- og kvennaflokki, skuli vera haldin í miðjum landsleikjaglugga kvennalandsliða. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem er tilnefnd til verðlaunanna en hún mun ekki geta mætt á hátíðina þar sem að hún verður stödd í landsliðsverkefni. Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn