Viðurkennir mistök en segir lögregluna hafa „lamið hundinn úr sér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 23:02 Tyreek Hill á blaðamannafundi en á myndinni til hægri má sjá hann leika eftir handtökuna í fagnaðarlátum í sigri liðsins síðar sama dag. Getty Images/Megan Briggs/Don Juan Moore Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum. Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins. NFL Lögreglumál Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Á sunnudag unnu Höfrungarnir endurkomusigur á Jacksonville Jaguars en fyrr sama dag var Hill handtekinn þegar hann var rétt ókominn á völlinn í aðdraganda leiksins. Myndband náðist af atvikinu sem og myndbandsupptaka lögreglunnar hefur verið gerð opinberuð. Þar sést að lögreglumennirnir sem stöðvuðu Hill beittu óþarfa valdi eftir að Hill hafði gerst sekur um umferðalagabrot. Hill viðurkennir að það hafi verið mistök að skrúfa gluggann upp eftir að hafa rétt lögreglunni ökuskírteini sitt en lögreglumaðurinn hafi sérstaklega beðið hann um að skilja rúðuna eftir opna. „Ég hefði getað meðhöndlað þetta betur. Hefði til að mynda getað skilið eftir rifu á glugganum. En málið með mig er að ég vil ekki athygli, ég vildi ekki sjá síma og myndavélar á lofti á þessum tímapunkti,“ sagði Hill um atvikið. „Í enda dags er ég manneskja og verð að fylgja reglum, ég verð að gera það sama og allir aðrir hefðu gert.“ Myndband af handtökunni sýnir að lögreglan beitti óþarfa afli við að henda Hill í jörðina og handjárna ásamt því að honum var haldið niðri af lögreglumanni sem setti hné sitt í bakið á leikmanninum. Ekki nóg með það heldur var Calais Campbell, samherji Hill, einnig handjárnaður eftir að hafa stöðvað og spurt hvað væri í gangi þegar hann sá liðsfélaga sinn liggjandi handjárnaðan í jörðinni. „Gefur hegðun mín þeim leyfi til að berja hundinn út úr mér? Alls ekki. Ég vildi þó óska þess að ég gæti og hefði gert hlutina öðruvísi,“ sagði Hill einnig. Í lok viðtalsins bætti hann svo við að það væri deginum ljósara að lögreglumaðurinn Danny Torres ætti að vera rekinn vegna hegðunar sinnar. Hann tók þá fram að hann beri virðingu fyrir störfum lögreglunnar og ætli ekki að krjúpa í næsta leik Höfrunganna. Hill var upphaflega stöðvaður fyrir glannalegan akstur og að vera ekki í bílbelti. Hvað leikinn varðar þá skoraði hann snertimark í naumum sigri Dolphins en í frétt The Guardian segir að atvikið hafi haft áhrif á bæði leik- og starfslið félagsins.
NFL Lögreglumál Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira