Eru nýbakaðar mæður komnar aftur á bak við eldavélina, á TikTok? Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 30. júlí 2024 10:30 Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar