„Það var enginn sirkus“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 12:26 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn. „Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira