Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:51 Maðurinn fannst látinn i íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13