Selja höfuðstöðvarnar sem voru rýmdar vegna myglu Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 11:08 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að selja höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Lýkur þar með endanlega tæplega hálfrar aldar aðsetri orkufyrirtækis þjóðarinnar á þeim stað. Landsvirkjun hefur ekki haft aðsetur í húsinu í tæpt ár vegna myglu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar. Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar.
Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira