„Ekkert skemmtilegra en að vinna Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 12:31 Agla María í leik við Val í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Ósigruð topplið Breiðabliks og Vals mætast á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira