„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Siggeir Ævarsson skrifa 22. maí 2024 21:50 Rúnar Ingi á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. „Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira