Grín sem snerist mjög fljótt upp í alvöru Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 10:00 Þorbjörn Jensson er mikill Valsari og hefur átt þátt í glæstum sigrum félagsins Vísir/Arnar Halldórsson Valsmenn standa nú í sporum sem Mulningsvélin svokallaða stóð í fyrir 44 árum. Framundan úrslitaeinvígi í Evrópubikarnum í handbolta. Þorbjörn Jensson var einn af prímusmótorunum í Evrópuævintýri Vals árið 1980. Þátttöku liðsins í Evrópukeppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli alvöru. Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun. Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Það var árið 1980 sem lið Vals í handboltanum lék til úrslita í Evrópubikarnum. Árangur sem ekkert annað íslenskt lið hafði náð að leika eftir þar til núna í ár. Lið Vals er aftur mætt í úrslitaleik í Evrópukeppni. Fram undan einvígi við gríska stórliðið Olympíakos í Evrópubikarnum. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á Laugardaginn kemur. Svo mætast liðin úti í Grikklandi viku seinna og ráða samanlögð úrslit leikjanna tveggja því hvort liðið stendur uppi sem Evrópubikarsmeistari. Timarit.is Á leið sinni í úrslitaleikinn árið 1980 lagði Mulningsvél Vals, með sjálfa goðsögnina Þorbjörn Jensson innanborðs, stórlið að velli á borð við sænsku meistarana Drott sem og spænska stórliðið Atlético Madrid. „Þetta var mjög mikið ævintýri. Í fyrsta lagi var þetta bara sagt í djóki fyrst. Að við hjá Val myndum leggja áherslu á Evrópukeppnina. Svo var þetta ekkert djók og snerist mjög fljótt upp í alvöru. Við einblíndum mjög mikið á þessa keppni og það skilaði okkur þetta langt. Í sjálfan úrslitaleikinn.“ Líkt og nú er raunin þurftu leikmenn Vals árið 1980 sjálfir að standa straum af þeim kostnaði sem hlaust við að taka þátt í Evrópukeppni. Liðið þurfti á peningum að halda og því ákváðu Valsmenn að selja heimaleik sinn og í stað tveggja úrslitaleikja gegn þýsku meisturunum í Grosswaldstadt léku liðin aðeins einn hreinan úrslitaleik um Evrópubikarinn „Eftir á hyggja sér maður mest eftir því að hafa ekki haft leik heima og að heiman. Við þurftum hins vegar á peningum að halda og seldum okkur og okkar heimaleik fyrir slikk segi ég.“ Úrslitaleikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München. Þýskalandsmeistarar Grosswaldstadt reyndust þar of stór biti fyrir Mulningsvél Vals. „Auðvitað fann maður fyrir kvíða fyrir úrslitaleiknum. Leikurinn fór fram í Ólympíuhöllinni í München fyrir framan þúsundir Þjóðverja. Allt miklu stærra en við höfðum áður upplifað. Flestir áhorfendur voru á bandi Þjóðverjanna. Það var náttúrulega baulað á okkur. Við svo sem töpuðum úrslitaleiknum nokkuð illa en þetta var rosalega skemmtileg upplifun. Grein úr Morgunblaðinu eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér farseðil í úrslitaleikinnTimarit.is Maður gerði sér ekki grein fyrir því hversu stórt afrek okkar var fyrr en bara nokkrum árum seinna. Við höfum ekki komist í neitt í líkingu við þetta í seinni tíð. Auðvitað er þetta einn af tindunum á manns íþróttaferli.“ Aftur er Valur komið með lið í úrslitaleikinn og fram undan úrslitaeinvígi heima og að heiman gegn gríska liðinu Olympiakos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda á morgun og Þorbjörn lýst vel á möguleika sinna manna. „Mér lýst mjög vel á liðið. Það spilar skemmtilegan og hraðan bolta. Það setur skemmtilega mynd á liðið. Andstæðingar Vals kvíða ábyggilega fyrir því að þurfa hlaupa mikið og hratt því það eru þær áskoranir sem felast í því að spila við Val. Svo finnst mér undanfarið vörnin hafa verið að koma meira og meira inn. Þá kemur markvarslan í kjölfarið. Enn á ný er Valur komið í úrslitaleik í EvrópukepniVísir/Anton Brink Ég er því tiltölulega bjartsýnn fyrir þessum úrslitaleikjum hjá liðinu. Ég virkilega vona að við vinnum í þetta skipti. Það er leiðinlegt að vera í öðru sæti. Maður þarf að enda í fyrsta sæti svo manni líði vel. Ég er bara virkilega bjartsýnn á þetta núna.“ Fyrri úrslitaleikur Vals og Olympiakos fer fram að Hlíðarenda klukkan 17:00 á morgun.
Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira