„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir fara yfir málin Vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. „Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Patrick með slitna hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn