„Hver karfa skiptir máli þannig að ég varð smá reiður“ Siggeir Ævarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Rúnar var mættur með Mavericks-derru (ekki þessa að vísu) og er 2-0 með hana. Vísir/Bára Dröfn Rúnar Ingi Erlingsson og hans konur í Njarðvík eru komnar í 1-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna en eftir sveiflukenndan leik skoruðu Njarðvíkingar tólf stig gegn aðeins þremur hjá Grindavík á lokasprettinum. „Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Mér leið mjög vel framan af og eiginlega allan fyrri hálfleikinn fannst mér við hafa góða stjórn á því sem við vorum að gera. Byrjum seinni hálfleikinn líka ágætlega. Síðan fá þær nokkrar körfur og þá breytist aðeins takturinn í leiknum. Við vorum í smá veseni, vorum að breyta sóknarlega fórum aðeins úr taki þegar Jana fer á sjúkahús í hálfleik.“ Sóknarleikur Njarðvíkur riðlaðist töluvert þegar Jana Falsdóttir meiddist og svo endaði Ena Viso út af með fimm villur. Það kom þó ekki að sök að lokum þar sem aðrir leikmenn stigu upp. „Svo er Ena Viso á fjórum villum og endar á fimm. Að ná að halda þessu svona og andlegum styrk og svara áhlaupi Grindavíkur í 4. leikhluta, það er það sem ég er ánægðastur með í dag. Það hefði verið auðvelt þegar báðir leikstjórnendur voru farnir að fara í eitthvað bull og láta þetta fara úr höndunum á okkur. En risa körfur og framlag hjá leikmönnum síðustu fimm mínúturnar og bara geggjaður sigur. Það kom upp atvik í leiknum þar sem Rúnar missti algerlega stjórn á sér á hliðarlínunni en dómarar leiksins sáu þó ekki ástæðu til að gefa honum tæknivillu né aðvörun. Það kom svo í ljós í viðtalinu að Rúnar hafði fulla ástæðu til að æsa sig. „Hún stelur boltanum og fær klárlega högg þegar hún stelur honum. Klárar sniðskotið en svo finnst mér hún riða þarna aðeins og tekur um höfuðið og ég hélt að það væri sjálfkrafa þannig að leikurinn væri stoppaður við höfuðmeiðsli. Þannig að ég var að garga höfuðmeiðsli allan tímann. Ég veit bara ekki hvort þeir trúðu henni ekki eða hvað. Þetta voru ekkert alvarleg höfuðmeiðsli en hún var að kæla á sér hausinn í öllum leikhléum. Þeir kannski sáu það.“ Rúnar viðurkenndi fúslega að hann hefði farið aðeins fram úr sjálfum sér en leikur á tilfinninga er auðvitað bara kaldur og leiðinlegur og Rúnar er drifinn áfram af ástríðu fyrir leiknum. „Við fáum á okkur fimm á fjórir sókn og þær eru með galopið skot. Í svona leik skiptir hver karfa máli þannig að ég varð smá reiður. Missti kúlið og biðst afsökunar á því. En þess vegna erum við að þessu. Það er ástæðan fyrir því að ég nenni þessu. Það kemur fyrir að ég missi kúlið af því að þetta skiptir mig ógeðslega miklu máli og ég er að gera allt til þess að vinna. Ég þarf að lifa með því.“ Rúnar gat ekki gefið blaðamanni nánari upplýsingar um meiðsli Jönu Falsdóttur þar sem hann hafði þær ekki sjálfur. Emilie Hesseldal meiddist einnig í leiknum en harkaði af sér og kláraði leikinn og það er nákvæmlega það sem Rúnar vill sjá frá sínum konum. „Þegar hún féll í gólfið fékk hún skurð inni í eyranu. Ég þekki ekki stöðuna á því, ég þarf að athuga það núna. Hún sá smá stjörnur inni í klefa í hálfleik og við vildum ekki taka neina sénsa. Erfitt, en ég er bara með stríðsmenn, ljónynjur í Njarðvíkurbúning hérna á gólfinu. Þær bara berjast og halda áfram og það er bara akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að innprenta inn í þeirra huga síðustu vikuna.“ „Þetta snýst um eitt extra sóknarfrákast, vera tilbúin að henda sér í lausu boltana og berjast meira. Þetta eru tvö frábær lið, tvö lið með fullt af frábærum sóknarmönnum og hæfileikaríka varnarmenn líka. Þannig að þetta eru litlu atriðin, liðin sem að nær fleiri svoleiðis „play-um“ kannski nær að vinna leikinn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira