Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 16:45 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira