Réðst á barn sem gerði dyraat Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Maðurinn réðst á drenginn sem ætlaði að gera dyraat. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ráðast að ungum dreng. Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum. Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Manninum var gefið að sök að rífa í hálsmál drengsins, slá hann í andlitið, draga hann í jörðina og halda honum þar. Fyrir vikið hlaut drengurinn ýmsa áverka á hálsi og andliti. Lögreglan ræddi við nokkra drengi á vettvangi sem sögðust hafa verið í hádegismat í skólanum og farið af skólalóðinni til að gera dyraat. Fyrir dómi neitaði maðurinn sök. Hann sagði að fyrir atvikið sem málið varðar, sem átti sér stað í október 2022, hafi nokkrum sinnum verið gert dyraat heima hjá honum. Í þetta skipti hafi drengir verið að koma að útidyrahurðinni hans og hann ætlað að spyrja þá út í dyraötin. Drengirnir hafi hins vegar hlaupið á brott og hann elt einn þeirra. Maðurinn sagðist hafa tekið í öxl drengsins og haldið honum, lagt hann í jörðina. Hann sagðist þó ekki hafa slegið hann. Síðan hafi tveir menn komið á vettvang og hringt á lögreglu. Maðurinn segist þá hafa hjálpað drengnum á fætur og síðan farið aftur inn í íbúð sína, en komið aftur út þegar lögreglu bar að garði. Hann sagðist ekki hafa valdið áverkum drengsins. Fyrir dómi bar drengurinn vitni, sem og fjórir vinir hans. Dómurinn mat það svo að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að framburður drengsins væri ekki réttur. Niðurstaða dómsins var sú að sannað var að maðurinn hefði beitt drenginn því ofbeldi sem honum var gefið að sök, að því undanteknu að hann hefði haldið honum niðri. Í dómnum segir að framkoma drengsins og félaga hans væri óásættanleg og ekki óeðlilegt að maðurinn myndi bregðast við með einhverjum hætti. Hins vegar yrði að telja viðbrögð hans full harkaleg „sérstaklega í ljósi þess að hann er fullorðinn maður en brotaþoli barn að aldri.“ Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða sakarkostnað málsins sem hleypur á tæplega 850 þúsund krónum.
Dómsmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira