Eldri kjósendur hallast að Katrínu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 11:32 Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir að áhugavert verði að fylgjast með hvað gerist næstu vikurnar. Vísir/Vilhelm Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira