„Það breytti alveg planinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2024 07:30 Gylfi er spenntur fyrir sumrinu og einblínir á það að ná sér góðum af meiðslum. Vísir/Hulda Margrét Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á. Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira