„Ekki fallega gert af Gylfa“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Val í vikunni, eftir að hafa skrifað undir samning við félagið í síðustu viku. vísir/Vilhelm Draumur allra FH-inga var að Gylfi Þór Sigurðsson myndi snúa aftur í Kaplakrika og spila með uppeldisfélagi sínu á lokastigum ferilsins. Hann mun hins vegar spila sína fyrstu leiki í Bestu deildinni sem leikmaður Vals í sumar. Það er þó alls ekki vegna áhugaleysis FH sem að Gylfi endaði hjá Val, eftir því sem Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild FH, skrifar á Facebook. Honum sárnar að Gylfi skuli hafa gefið annað í skyn og segir hann einfaldlega hafa vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. Jón Erling vísar í viðtal við mbl.is þar sem Gylfi útskýrði af hverju hann hætti við gamlar fyrirætlanir sínar um að snúa aftur í Krikann: „Ég heyrði ekkert frá Breiðabliki á meðan FH-ingar buðu mér að koma á æfingar hjá sér. Bæði síðasta sumar og mér var einnig boðið með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem það er statt núna. Mér var hins vegar aldrei boðinn samningur hjá þessum félögum. Ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara að hringja beint í þá og biðja um samning en svona er þetta stundum. Ég bjóst ekki við því að spila aftur á Íslandi og ég bjóst ekki við því að spila með öðru félagi en FH á Íslandi en það gerast stundum óvæntir hlutir í þessu lífi,“ sagði Gylfi. Sakar Gylfa um að gefa í skyn að hann hafi beðið eftir tilboði FH Jón Erling vísar í þessi ummæli á Facebook og skrifar: „Draumur allra FH-inga að fá að sjá Gylfa leika i FH treyjunni á Kaplakrika varð ekki að veruleika og í staðinn valdi hann Valstreyjuna! Það var hins vegar ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið eftir tilboði frá FH, „en því miður“ ekki fengið!“ Þegar Gylfi sneri aftur í fótbolta síðasta sumar, eftir tveggja ára hlé, tók hann sínar fyrstu liðsæfingar með Val. Hann endaði svo á að ganga í raðir Lyngby í Danmörku, þá undir stjórn Freys Alexanderssonar, en rifti samningi þar í byrjun þess árs og var kynntur sem leikmaður Vals í síðustu viku. Hafi vitað að FH myndi ekki greiða sömu laun Jón Erling segir að Gylfa hafi hins vegar alltaf staðið til boða að koma í Krikann. Gylfi og umboðsmenn hans hafi hins vegar vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. „Gylfa Þór var nefnilega formlega boðið að æfa með félaginu [FH] þegar hann tók aftur fram knattspyrnuskóna eins og hann hefur sjálfur staðfest. Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu - líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!“ skrifar Jón Erling og bætir við að lokum: „Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna - skv þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum! Fimleikafélagið á engar íbúðir eða blokkir eða land til að selja til að standa við slíkan samning - og alla hina! FH er einfaldlega á annarri vegferð og á fullri ferð að búa til skemmtilegt lið sem er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem völdu að leika með Fimleikafélaginu!“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Það er þó alls ekki vegna áhugaleysis FH sem að Gylfi endaði hjá Val, eftir því sem Jón Erling Ragnarsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild FH, skrifar á Facebook. Honum sárnar að Gylfi skuli hafa gefið annað í skyn og segir hann einfaldlega hafa vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. Jón Erling vísar í viðtal við mbl.is þar sem Gylfi útskýrði af hverju hann hætti við gamlar fyrirætlanir sínar um að snúa aftur í Krikann: „Ég heyrði ekkert frá Breiðabliki á meðan FH-ingar buðu mér að koma á æfingar hjá sér. Bæði síðasta sumar og mér var einnig boðið með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem það er statt núna. Mér var hins vegar aldrei boðinn samningur hjá þessum félögum. Ég var ekki alveg á þeim buxunum að fara að hringja beint í þá og biðja um samning en svona er þetta stundum. Ég bjóst ekki við því að spila aftur á Íslandi og ég bjóst ekki við því að spila með öðru félagi en FH á Íslandi en það gerast stundum óvæntir hlutir í þessu lífi,“ sagði Gylfi. Sakar Gylfa um að gefa í skyn að hann hafi beðið eftir tilboði FH Jón Erling vísar í þessi ummæli á Facebook og skrifar: „Draumur allra FH-inga að fá að sjá Gylfa leika i FH treyjunni á Kaplakrika varð ekki að veruleika og í staðinn valdi hann Valstreyjuna! Það var hins vegar ekki fallega gert af Gylfa að ítrekað gefa í skyn að hann hefði beðið við faxtækið eftir tilboði frá FH, „en því miður“ ekki fengið!“ Þegar Gylfi sneri aftur í fótbolta síðasta sumar, eftir tveggja ára hlé, tók hann sínar fyrstu liðsæfingar með Val. Hann endaði svo á að ganga í raðir Lyngby í Danmörku, þá undir stjórn Freys Alexanderssonar, en rifti samningi þar í byrjun þess árs og var kynntur sem leikmaður Vals í síðustu viku. Hafi vitað að FH myndi ekki greiða sömu laun Jón Erling segir að Gylfa hafi hins vegar alltaf staðið til boða að koma í Krikann. Gylfi og umboðsmenn hans hafi hins vegar vitað að FH væri ekki tilbúið að greiða sömu laun og Valur. „Gylfa Þór var nefnilega formlega boðið að æfa með félaginu [FH] þegar hann tók aftur fram knattspyrnuskóna eins og hann hefur sjálfur staðfest. Ef hugur Gylfa hefði leitað heim til uppeldisfélagsins, þá hefði hann fyrst sennilega þegið boðið að æfa með félaginu, nú eða þá að umboðsmenn hans hefðu látið félagið vita að hann hefði hug á að koma heim og leika knattspyrnu - líkt og kaupin gerast á eyrinni og er þeirra helsta hlutverk!“ skrifar Jón Erling og bætir við að lokum: „Það er lang-heiðarlegast að segja hlutina eins og þeir eru! Það er ljóst að Gylfi í formi er of góður fyrir Bestu deildina og því þyngdar sinnar virði í gulli! Gylfi og umboðsmenn vissu að FH væri ekki tilbúið að greiða leikmanninum laun sem nema hið minnsta ársframlagi ÍTF til knattspyrnudeildar FH fyrir meistaraflokk karla og kvenna - skv þeim fjárhæðum sem hafa verið nefndar i fjölmiðlum! Fimleikafélagið á engar íbúðir eða blokkir eða land til að selja til að standa við slíkan samning - og alla hina! FH er einfaldlega á annarri vegferð og á fullri ferð að búa til skemmtilegt lið sem er stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum sem völdu að leika með Fimleikafélaginu!“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira