Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íþróttadeild Vísis skrifar 21. mars 2024 22:12 Albert Guðmundsson var maður leiksins í sigri Íslands. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira