Spá því að verðbólga hjaðni rólega næstu mánuði Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2024 16:54 Mest áhrif til hækkunar í spám beggja banka eru reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars. Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag. Mest áhrif til hækkunar í spám beggja banka eru reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Í spá Íslandsbanka segir að verðbólgan muni hjaðna hægt í mars en að hjöðnunin verði hraðari næstu mánuði og gæti mælst 5,3 prósent um mitt ár. Þar segir einnig að hagfelldir kjarasamningar samrýmist vel verðstöðugleika og eyði mikilli óvissu um þróun launa. Enn séu óvissuþættir til staðar en það séu helst þróun á gengi krónunnar ásamt verðþróun á fasteignamarkaði. Það helsta sem sagt er að vegi til hækkunar í mánuðinum hjá Íslandsbanka er reiknuð húsaleiga og árstíðabundin hækkun á flugfargjöldum. Gert er ráð fyrir því í spánni að fargjöldin hækki um 7,7 til átta prósent. Vegna þess hve snemma páskarnir eru í ár er gert ráð fyrir því að hækkunin dreifist á bæði mars og aprílmánuð. Í spánni segir að nokkuð rólegt sé á öðrum liðum vísitölunnar í mánuðinum. Þó kemur fram í báðum spám að útsölulok virðist hafa komið fyrr en búist var við og hafi verið að fullu komin fram í febrúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru matar- og drykkjarvörur, hótel og veitingastaðir um 0,5 prósent og föt og skór um 0,8 prósent. Íbúðakaup ríkisstjórnar og ný reikniaðferð Þá segir í spá Íslandsbanka að þau geri ráð fyrir því að íbúða verð hækki á næstu mánuðum, aðallega vegna kaupa ríkisstjórnarinnar á eignum í Grindavík. Gert er ráð fyrir því að húsnæði á landsbyggðinni hækki meira en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á Suðurnesjum. Í spám beggja banka er einnig talað um óvissuþátt sem fylgir nýrri aðferð Hagstofunnar við að reikna út kostnað við að búa í eigin húsnæði. „Í stað þess að reikna svokallaðan einfaldan notendakostnað út frá markaðsverði húsnæðis, vöxtum á íbúðalánum og afskriftum verður tekin upp aðferð leiguígilda sem byggir á upplýsingum um markaðsleigu. Hagstofan telur að með betri gögnum um leigumarkað hafi skapast forsendur fyrir því að breyta um aðferð. Það er enn óljóst hvaða áhrif þessi breyting mun hafa, en gerum þó ráð fyrir mælingar verði stöðugri og að mánaðarsveiflur í þessum lið verði því minni,“ segir í spá Landsbankans en Hagstofan birtir síðar í mánuðinum greinargerð með útlistun á aðferðarfræðinni og tímasetningu breytinganna. Ársverðbólga mælist nú samkvæmt spá Íslandsbanka alls 6,6 prósent og segir í frétt bankans að verðbólgutölur á árinu hafi hingað til komið greinendum nokkuð á óvart. „Vísitalan lækkaði í janúar þvert á spár en að sama skapi hækkaði hún einnig töluvert meira í febrúar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir litla hjöðnun ársverðbólgunnar í febrúar og einnig nú í mars er útlitið alls ekki svart heldur er enn útlit fyrir að ársverðbólga hjaðni hratt næstu mánuði,“ segir í spánni. Bráðabirgðaspá Landsbankans: „Við spáum því að verðbólga standi í stað í mars, en næstu þrjá mánuði þar á eftir gerum við ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,54% í apríl, 0,33% í maí og 0,55% í júní. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,6% í mars, 5,8% í apríl, 5,7% í maí og 5,4% í júní. Að ársverðbólgan detti svona niður í apríl skýrist af grunnáhrifum, en vísitalan hækkaði óvenju mikið á milli mánaða í apríl í fyrra.“ Bráðabirgðaspá Íslandsbanka: Apríl – 0,6% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8%): Áframhaldandi árstíðabundin hækkun flugfargjalda. Ef ekki verður af hækkun flugverðs í mars mun hækkun VNV í apríl vera meiri og öfugt. Maí – 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 5,7%): Flugfargjöld lækka eftir hækkun í mars og apríl. Íbúðaverð hefur mestu áhrif til hækkunar. Júní – 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,3%): Áhrifa ferðasumarsins gætir. Flugverð hefur áhrif til hækkunar og hótel og veitingastaðir hækka verðskrár sínar. Íbúðaverð hefur einnig áhrif til hækkunar. Ef bráðabirgðaspá okkar rætist mun ársverðbólga því hjaðna nokkuð hratt og mælast 5,3% í júní. Í langtímaspá okkar gerum við ráð fyrir að verðbólga verði 5,6% að jafnaði á þessu ári, 3,4% árið 2025 og 2,9% að jafnaði árið 2026. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. 13. mars 2024 14:27 Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. 13. mars 2024 09:07 Fjármálakerfið standi traustum fótum Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Verðbólga hefur minnkað og aðlögun hefur átt sér stað í heildareftirspurn. Raunvextir hafa hækkað og dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja. 13. mars 2024 08:39 Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Mest áhrif til hækkunar í spám beggja banka eru reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Í spá Íslandsbanka segir að verðbólgan muni hjaðna hægt í mars en að hjöðnunin verði hraðari næstu mánuði og gæti mælst 5,3 prósent um mitt ár. Þar segir einnig að hagfelldir kjarasamningar samrýmist vel verðstöðugleika og eyði mikilli óvissu um þróun launa. Enn séu óvissuþættir til staðar en það séu helst þróun á gengi krónunnar ásamt verðþróun á fasteignamarkaði. Það helsta sem sagt er að vegi til hækkunar í mánuðinum hjá Íslandsbanka er reiknuð húsaleiga og árstíðabundin hækkun á flugfargjöldum. Gert er ráð fyrir því í spánni að fargjöldin hækki um 7,7 til átta prósent. Vegna þess hve snemma páskarnir eru í ár er gert ráð fyrir því að hækkunin dreifist á bæði mars og aprílmánuð. Í spánni segir að nokkuð rólegt sé á öðrum liðum vísitölunnar í mánuðinum. Þó kemur fram í báðum spám að útsölulok virðist hafa komið fyrr en búist var við og hafi verið að fullu komin fram í febrúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru matar- og drykkjarvörur, hótel og veitingastaðir um 0,5 prósent og föt og skór um 0,8 prósent. Íbúðakaup ríkisstjórnar og ný reikniaðferð Þá segir í spá Íslandsbanka að þau geri ráð fyrir því að íbúða verð hækki á næstu mánuðum, aðallega vegna kaupa ríkisstjórnarinnar á eignum í Grindavík. Gert er ráð fyrir því að húsnæði á landsbyggðinni hækki meira en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á Suðurnesjum. Í spám beggja banka er einnig talað um óvissuþátt sem fylgir nýrri aðferð Hagstofunnar við að reikna út kostnað við að búa í eigin húsnæði. „Í stað þess að reikna svokallaðan einfaldan notendakostnað út frá markaðsverði húsnæðis, vöxtum á íbúðalánum og afskriftum verður tekin upp aðferð leiguígilda sem byggir á upplýsingum um markaðsleigu. Hagstofan telur að með betri gögnum um leigumarkað hafi skapast forsendur fyrir því að breyta um aðferð. Það er enn óljóst hvaða áhrif þessi breyting mun hafa, en gerum þó ráð fyrir mælingar verði stöðugri og að mánaðarsveiflur í þessum lið verði því minni,“ segir í spá Landsbankans en Hagstofan birtir síðar í mánuðinum greinargerð með útlistun á aðferðarfræðinni og tímasetningu breytinganna. Ársverðbólga mælist nú samkvæmt spá Íslandsbanka alls 6,6 prósent og segir í frétt bankans að verðbólgutölur á árinu hafi hingað til komið greinendum nokkuð á óvart. „Vísitalan lækkaði í janúar þvert á spár en að sama skapi hækkaði hún einnig töluvert meira í febrúar en spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir litla hjöðnun ársverðbólgunnar í febrúar og einnig nú í mars er útlitið alls ekki svart heldur er enn útlit fyrir að ársverðbólga hjaðni hratt næstu mánuði,“ segir í spánni. Bráðabirgðaspá Landsbankans: „Við spáum því að verðbólga standi í stað í mars, en næstu þrjá mánuði þar á eftir gerum við ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,54% í apríl, 0,33% í maí og 0,55% í júní. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,6% í mars, 5,8% í apríl, 5,7% í maí og 5,4% í júní. Að ársverðbólgan detti svona niður í apríl skýrist af grunnáhrifum, en vísitalan hækkaði óvenju mikið á milli mánaða í apríl í fyrra.“ Bráðabirgðaspá Íslandsbanka: Apríl – 0,6% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8%): Áframhaldandi árstíðabundin hækkun flugfargjalda. Ef ekki verður af hækkun flugverðs í mars mun hækkun VNV í apríl vera meiri og öfugt. Maí – 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 5,7%): Flugfargjöld lækka eftir hækkun í mars og apríl. Íbúðaverð hefur mestu áhrif til hækkunar. Júní – 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,3%): Áhrifa ferðasumarsins gætir. Flugverð hefur áhrif til hækkunar og hótel og veitingastaðir hækka verðskrár sínar. Íbúðaverð hefur einnig áhrif til hækkunar. Ef bráðabirgðaspá okkar rætist mun ársverðbólga því hjaðna nokkuð hratt og mælast 5,3% í júní. Í langtímaspá okkar gerum við ráð fyrir að verðbólga verði 5,6% að jafnaði á þessu ári, 3,4% árið 2025 og 2,9% að jafnaði árið 2026.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. 13. mars 2024 14:27 Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. 13. mars 2024 09:07 Fjármálakerfið standi traustum fótum Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Verðbólga hefur minnkað og aðlögun hefur átt sér stað í heildareftirspurn. Raunvextir hafa hækkað og dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja. 13. mars 2024 08:39 Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. 13. mars 2024 14:27
Háir raunvextir þrengja að rekstrarumhverfi fyrirtækja næstu misserin Fjárhagsstaða kerfislega mikilvægra banka hér á landi er sterk, sem birtist meðal annars í góðu aðgengi þeirra að fjármögnun, en hækkandi raunvextir eru farnir að fara draga úr eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir lánsfjármagni, að sögn fjármálastöðugleikanefndar. Hún vekur athygli á því að þyngri greiðslubyrði lána ásamt minnkandi efnahagsumsvifum auki líkur á greiðsluerfiðleikum sem hafi neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. 13. mars 2024 09:07
Fjármálakerfið standi traustum fótum Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Verðbólga hefur minnkað og aðlögun hefur átt sér stað í heildareftirspurn. Raunvextir hafa hækkað og dregið hefur úr lánsfjáreftirspurn heimila og fyrirtækja. 13. mars 2024 08:39
Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent