Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: „Þetta er orðið svolítið fyndið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 20:45 Hafdís Renötudóttir átti stórleik þegar Valur varð bikarmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Hafdís Renötudóttir átti sannkallaðan stórleik í marki Vals í dag er liðið tryggði sér sinn níunda bikarmeistaratitil í kvennaflokki með þriggja marka sigri gegn Stjörnunni, 25-22. Hafdís varði 14 af þeim 28 skotum sem hún fékk á sig og var þar af leiðandi með 50 prósent hlutfallsvörslu. Þar af varði hún tvö víti í fimm tilraunum. „Þetta er svo ljúft. Þetta var ógeðslega erfiður leikur og við áttum erfitt með að skora,“ sagði Hafdís í viðtali í leikslok. „Sem betur fer var vörnin góð í seinni og þá nær maður að verja einhverja bolta og ég held að það hafi siglt þessu heim.“ Eins og Hafdís segir var sigurinn þó ekki auðsóttur. „Leikurinn var bara í járnum og Darija [Zecevic] var geggjuð í markinu. Þetta er bara illviðráðanlegt lið að sjálfsögðu þegar þær spila vel. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik og við fengum hann, en sem betur fer vorum við betri og náðum að sigla sigrinum heim.“ Hafdís, sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, hóf leik á bekknum, en kom inn á í fyrri hálfleik og skellti í lás. „Ég er að stíga upp úr meiðslum þannig mögulega spilar það inn í. En svo bara kem ég inn og næ að verja einhverja bolta og er mjög sátt með það. Við fáum sigur og medalíuna. Þetta var geðveikt.“ Þá segir Hafdís að bikarmeistaratitillinn hafi mikla þýðingu fyrir sig, en hún hefur nú fagnað þessum titli með þremur mismunandi liðum. „Þetta hafur mikla þýðingu. Nú er ég þrefaldur bikarmeistari með Fram, Stjörnunni og Val, þetta er orðið svolítið fyndið. Og deildarmeistari með öllum liðunum líka. Það er mjög sætt að vinna þennan titil með Valsstelpunum, þær eru geggjaðar. Þetta er bara geðveikt lið. Ég meina, halló,“ sagði Hafdís. Þá segir hún erfitt að bera þennan bikarmeistaratitil við hina með hinum tveimur liðunum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Þetta var ekki jafn jafnt og hinir leikirnir hafa kannski verið, ég veit það ekki. Ég vann með Stjörnunni síðast og þetta er bara jafn gaman og jafn sætt. Þú ert að vinna leik og ert að vinna fyrir þessu. Það er geðveik tilfinning,“ sagði bikarmeistarinn Hafdís Renötudóttir að lokum. Klippa: Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: Þetta er orðið svolítið fyndið Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Hafdís varði 14 af þeim 28 skotum sem hún fékk á sig og var þar af leiðandi með 50 prósent hlutfallsvörslu. Þar af varði hún tvö víti í fimm tilraunum. „Þetta er svo ljúft. Þetta var ógeðslega erfiður leikur og við áttum erfitt með að skora,“ sagði Hafdís í viðtali í leikslok. „Sem betur fer var vörnin góð í seinni og þá nær maður að verja einhverja bolta og ég held að það hafi siglt þessu heim.“ Eins og Hafdís segir var sigurinn þó ekki auðsóttur. „Leikurinn var bara í járnum og Darija [Zecevic] var geggjuð í markinu. Þetta er bara illviðráðanlegt lið að sjálfsögðu þegar þær spila vel. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik og við fengum hann, en sem betur fer vorum við betri og náðum að sigla sigrinum heim.“ Hafdís, sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, hóf leik á bekknum, en kom inn á í fyrri hálfleik og skellti í lás. „Ég er að stíga upp úr meiðslum þannig mögulega spilar það inn í. En svo bara kem ég inn og næ að verja einhverja bolta og er mjög sátt með það. Við fáum sigur og medalíuna. Þetta var geðveikt.“ Þá segir Hafdís að bikarmeistaratitillinn hafi mikla þýðingu fyrir sig, en hún hefur nú fagnað þessum titli með þremur mismunandi liðum. „Þetta hafur mikla þýðingu. Nú er ég þrefaldur bikarmeistari með Fram, Stjörnunni og Val, þetta er orðið svolítið fyndið. Og deildarmeistari með öllum liðunum líka. Það er mjög sætt að vinna þennan titil með Valsstelpunum, þær eru geggjaðar. Þetta er bara geðveikt lið. Ég meina, halló,“ sagði Hafdís. Þá segir hún erfitt að bera þennan bikarmeistaratitil við hina með hinum tveimur liðunum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Þetta var ekki jafn jafnt og hinir leikirnir hafa kannski verið, ég veit það ekki. Ég vann með Stjörnunni síðast og þetta er bara jafn gaman og jafn sætt. Þú ert að vinna leik og ert að vinna fyrir þessu. Það er geðveik tilfinning,“ sagði bikarmeistarinn Hafdís Renötudóttir að lokum. Klippa: Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: Þetta er orðið svolítið fyndið
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira