Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endurgreiddar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 16:20 Frá vettvangi slyssins í október 2020. Vísir Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“ Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Landsréttur sýknaði Vátryggingafélag Íslands af kröfum mannsins í dag. Maðurinn hafði gert þá kröfu til Vátryggingafélagsins að það endurgreiddi honum 3,2 milljónir króna kaskótryggingu sem VÍ hafði krafið hann um að endurgreiða. Deiluna má rekja til umferðarslyss sem maðurinn olli 21. október 2020 á Reykjanesbrautinni, skammt sunnan gatnamóta hennar og Álftanesvegar. Maðurinn var á suðurleið eftir Reykjanesbrautinni og ók aftan á röð bíla, sem var kyrrstæð vegna umferðarteppu skammt sunnan við áðurnefnd gatnamót. Viðurkenndi að vera annars hugar Umferðarteppan hafði myndast á þarnæstu gatnamótum á mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika. Slysið varð á virkum degi klukkan 16:23, á háannatíma. Að meðtalinni bifreið mannsins urðu fjórar til viðbótar fyrir skemmdum í árekstrinum. Bæði maðurinn sem varð valdur að slysinu og ökumaður bílsins sem hann keyrði aftan á kvörtuðu undan eymslum og voru fluttir á slysadeild. Mikil umferð var á Reykjanesbrautinni en veður þurrt og bjart, yfirborð vegarins þurrt, dagsbirta og akstursskilyrði góð. Fram kemur í frumskýrslu lögreglu að maðurinn hafi skyndilega, þegar hann nálgaðist gatnamóti Reykjanesbrautar og Álftanesvegar, séð kyrrstæða bifreið fyrir framan sig og reynt að hemla án árangurs. Hann hafi viðurkennt á vettvangi að hafa ekki haft hugann við aksturinn án þess þó að tilgreina nánari ástæður þess. Tvö vitni fullyrtu að maðurinn hafi verið á mikilli hraðferð. Þá fullyrti eitt vitni að hafa séð manninn skrifa á símann sinn og hann ekki verið með augun á veginum. Annað vitni var sömuleiðis handvisst um að maðurinn hafi verið í símanum við aksturinn. Sýndi af sér stórkostlegt gáleysi Maðurinn sjálfur sagðist fyrir héraðsdómi ekki hafa verið að skrifa skilaboð í síma sínum þegar slysið varð. Hann hafi þó verið utan við sig og ekki með hugann við aksturinn. Hann hafi nauðhemlað þegar hann sá kyrrstæða bifreiðina fyrir framan sig en það hafi ekki dugað til. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á 60 eða 70 kílómetra hraða. Í niðurstöðu dómsins segir að taka verði mið af því að slysið varð á fjölfarinni leið á háannatíma undir lok vinnudags á virkum degi. Þá hafi slysið orðið á stað þar sem búast megi við að hægist verulega á umferð eða hún stöðvist vegna stórra og fjölfarinna gatnamóta framundan. Auk þess hafi maðurinn ekið mjög hratt og óvarlega miðað við fyrrgreindar aðstæður. „Samkvæmt öllu framangreindu þykir sannað að stefndi hafi ekið á eða yfir leyfðum hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður en á sama tíma beint allri athygli sinni að farsímanum. Hafi stefndi þannig ekki gætt að sér og ekki fylgst með umferð framundan. Var akstur stefnda mjög háskalegur en framundan voru ekki aðeins ein gatnamót heldur þrenn með stuttu millibili og umferð mikil,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. „Verður að meta þessa háttsemi stefnda honum til stórkostlegs gáleysis.“
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira