Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. febrúar 2024 10:05 Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna. LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Nú þegar daginn tekur að lengja á ný eru margir komnir með fiðring í maganum fyrir sumrinu. Sumir setja stefnuna beint á erlenda grund á meðan aðrir geta ekki beðið eftir því að komast á sínar uppáhalds tónlistar-, úti- eða bæjarhátíðir. Vertíð bæjarhátíða hefst alla jafna um páskana þegar Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði. Svo þegar sumarmánuðirnir ganga í garð fara hátíðirnar að hrannast inn og eru í kringum hundrað talsins yfir allt sumarið. Fjöldi hátíða horfið af kortinu síðustu ár Síðustu misseri höfum við þó séð fjölda stórra hátíða vera að hverfa af sjónarsviðinu. Mýrarboltinn á Ísafirði er ekki lengur haldinn, Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til, Eistnaflug í Neskaupsstað liggur í dvala, Mærudagar á Húsavík hafa verið minnkaðir í sniðum og nú síðast var tilkynnt að síðasta LungA-hátíðin á Seyðisfirði færi fram í sumar. Ekki sjálfbær geiri Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda LungA, segir bæjarhátíðageirann ekki vera sjálfbæran. „Þetta er mikil sjálfboðaliðavinna og mikið hark. Svo er hátíðarformatið að það er mikið í gangi í eina viku að sumri til. Þetta tekur á og er ekki mikið tilfinningalega sjálfbært. Þó maður nefni líka ekki fjármagnið,“ segir Þórhildur Tinna. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir er ein af framkvæmdastjórum LungA-hátíðarinnar á Seyðisfirði.Vísir/Einar Hún telur það þurfi að endurskoða styrkveitingar fyrir bæjar- og listahátíðir landsins. Margar hátíðir finni fyrir því að raunvirði styrkja sé að lækka. „Ég held það þurfi bara að auka úthlutanir. Ef þetta á nokkurn tímann að vera sjálfbær geiri fyrir litlar hátíðir, bæjarhátíðir, listahátíðir og tónlistarhátíðir, þá þarf að endurskoða þessi kerfi,“ segir Þórhildur Tinna. Komandi kynslóðir taki við boltanum Þórhildur Tinna segir það vera við hæfi að 25. hátíðin sé sú síðasta. „Við endum þetta með von um að eitthvað nýtt spretti í kjölfarið upp frá komandi kynslóðum,“ segir Þórhildur Tinna.
LungA Tónleikar á Íslandi Fiskidagurinn mikli Mýrarboltinn Múlaþing Dalvíkurbyggð Ísafjarðarbær Fjarðabyggð Norðurþing Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira