Ólympíudyrnar opnar fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2024 11:00 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigur Argentínu á HM í Katar 2022. Getty/Hernan Cortez Lionel Messi ræður því sjálfur hvort að hann spili með Argentínu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira
Javier Mascherano, fyrrum liðsfélagi hans hjá argentínska landsliðinu og Barcelona, er þjálfari Ólympíuliðs Argentínu. Liðið tryggði sér sæti á ÓL um helgina en Brasilíumenn sátu eftir með sárt ennið. „Það þekkja allir samband mitt við Leo og vináttu okkar,“ sagði Mascherano. Javier Mascherano on Messi potentially playing in the Olympics:"Everyone already knows my relationship with Leo [Messi], the friendship I have. A player like him has the doors open to accompany us [at the Olympics], then it will obviously depend on him and his commitments." pic.twitter.com/1mNe4Ly00h— ESPN FC (@ESPNFC) February 12, 2024 „Dyrnar eru alltaf opnar fyrir leikmann eins og hann til að spila með okkur á Ólympíuleikunum. Þetta mun bara ráðast á honum sjálfum og hans skuldbindingu,“ sagði Mascherano. Messi og Mascherano urðu Ólympíumeistarar saman á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en Mascherano vann líka gull fórum árum fyrr í Aþenu. Thiago Almada, leikmaður 23 ára liðs Argentínu, er spenntur fyrir möguleikanum á því að spila með Messi á ÓL í París. „Ég vona að hann hafi löngunina til að vera með. Við þurfum að bíða og sjá hver staðan er á honum þá. Það væri algjör draumur ef hann myndi spila með okkur,“ sagði Almada. Messi hefur áður talað um að vera með í Suðurameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Henni lýkur 14. júlí eða aðeins tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir hefjast í París. Messi varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok ársins 2022 og gat þá ekki hugsað sér að hætta að spila með landsliðinu því það var svo gaman. Það væri samt mikið að taka þátt í tveimur stórmótum sama sumar en margir Argentínumenn lifa í voninni með að sjá sem mest af honum í argentínska landsliðsbúningnum í sumar. Javier Mascherano: "Messi at the Olympics? He has open doors from me, it's on him to decide. He congratulated us. We know that Leo is a big fan of the National Team. There will be time to talk." pic.twitter.com/fFGuVOcd5j— All About Argentina (@AlbicelesteTalk) February 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Argentína Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira