Vöxtur tækni- og hugverkaiðnaðar krefst sérhæfðs mannauðs Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 14:31 Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur verið í örum vexti undanfarin ár og hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings þjóðarbúsins. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar hafa þrefaldast á síðastliðnum áratug en þær námu líklega um 250-280 milljörðum á síðasta ári. Hefur þessi vöxtur afar jákvæð áhrif á hagkerfi Íslands sem hefur orðið fjölbreyttara, sterkara og sveigjanlegra. Mikil vaxtartækifæri eru enn fyrir hendi í tækni- og hugverkaiðnaði en áframhaldandi vöxtur í greininni er óhugsandi nema ríkt framboð af sérhæfðri þekkingu, reynslu og mannauði sé til staðar. Fyrir tveimur árum gáfu SI út greiningu byggða á könnun meðal félagsmanna í tækni- og hugverkaiðnaði sem leiddi í ljós að fyrirtækin þyrftu að fjölga sérfræðimenntuðum starfsmönnum um 9.000 til næstu fimm ára til að halda í við vaxtaáætlanir þess tíma. Niðurstöðurnar nú eru í takti við fyrri greiningu og sýna að þessa fjölgun þurfi enn, aðeins til að anna lágmarksþörf. Nú þegar starfa í heild rúmlega 18 þúsund manns í tækni- og hugverkaiðnaði. Það er fjölgun um nær 4.100 manns á einum áratug eða 30%. Um er að ræða verðmæt hálaunastörf þar sem verðmætasköpun á vinnustund, þ.e. framleiðni, er umtalsvert meiri en almennt í hagkerfinu. Ennfremur leiðir greiningin í ljós að skortur á vinnuafli hefur heft vöxt fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði á undanförnum árum. Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja svara því játandi að erfiðleikar við að finna rétt starfsfólk hafi heft vöxt fyrirtækjanna, eða 63% þátttakenda. Þó segja 26% þátttakenda að svo hafi ekki verið og eru það fremur lítil fyrirtæki sem falla í þann hóp. Heildarfjöldi starfsfólks þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni er 3.224 í dag en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja þau fyrirtæki fjölga starfsfólki um 2.498 á næstu fimm árum. Það er fjölgun um 77%. Gangi áætlanir þeirra eftir verður því heildarfjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja 5.722 manns á næstu fimm árum. Því er áfram miðað við fjölgun um 9.000 manns á næstu fimm árum líkt og fram kom í fyrstu greiningu samtakanna. Sérfræðimenntað starfsfólk er stærsti hluti þeirra sem starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segja 66% þátttakenda að sérfræðimenntað vinnuafl sé á bilinu 81-100% af heildarfjölda starfsmanna hjá fyrirtækinu. Sé litið til viðhorfs stjórnenda fyrirtækjanna til innlends menntakerfis segja 63% þeirra að menntakerfið muni ekki mæta færniþörf þeirra á næstu fimm árum. Þar á meðal eru öll stærri fyrirtækin sem tóku þátt í könnuninni. 24% stjórnenda telja að menntakerfið muni mæta þeirra færniþörf á þessum tíma. Þar á meðal eru fyrst og fremst lítil fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða sérþekkingu mun vanta á næstu árum en samkvæmt könnuninni segja stjórnendur fyrirtækjanna að það vanti fjölbreytta flóru sérfræðinga. Nefna þeir að það vanti allt frá tæknimenntuðu starfsfólki, svo sem: forritara, sérfræðinga í stafrænni vöruþróun, viðmótshönnuði, gervigreindarsérfræðinga, rafmagnsverkfræðinga, sérfræðinga í mekatróník o.fl., til reynslumikilla sölu- og markaðsfræðinga sem geta starfað á alþjóðamörkuðum, yfir í sérfræðinga í gæðastjórnun og umhverfismálum. Auðlind tækni- og hugverkaiðnaðar er fyrst og fremst hugvit og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. SI hafa bent á það um árabil að fjárfesting í nýsköpun sé lykillinn að framleiðnivexti og framtíðarverðmætasköpun hagkerfisins. Auk þess er áhersla á nýsköpun, þ.e.a.s. öflugt rannsókna- og þróunarstarf, forsenda þess að leysa fjölmargar samfélagslegar áskoranir, til að mynda í loftslagsmálum og heilbrigðisþjónustu. Ekkert gerist þó án þess að fólk með rétta færni finnist til starfa í þeirri fjölbreyttu flóru fyrirtækja sem mynda tækni- og hugverkaiðnað. Því skiptir sköpum að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takti við tímann og samræmist eftirspurn. Þar að auki þarf Ísland að taka vel á móti erlendum sérfræðingum til landsins. Séu þessir þættir til staðar liggur fyrir að tækni- og hugverkaiðnaður mun vaxa og dafna til framtíðar, í þágu samfélagsins alls. Hulda er verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá Samtökum iðnaðarins og Nanna er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun