Hjalti Einarsson, stofnandi VHE, er látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2024 13:50 Hjalti Einarsson vélvirki í skemmunni á jörðinni Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð. Baldur Hrafnkell Jónsson Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er kunnastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Þá varð hann fyrir þeirri lífsreynslu níu ára gamall á bænum Reyðará á Siglunesi að vera lykilvitni í rannsókn mannskæðasta flugslyss á Íslandi en hann er talinn vera sá síðasti sem sá á lofti flugvélina sem fórst í Héðinsfirði með 25 manns árið 1947. Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Hjalti fæddist á Siglufirði þann 11. apríl árið 1938 en ólst upp á Reyðará. Hann lærði vélvirkjun og vélstjórn á Siglufirði og á Akureyri en flutti árið 1963 í Hafnarfjörð. Árið 1971 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði. Þau fluttu síðar á Melabraut í Hafnarfirði þar sem þau héldu áfram að byggja upp fyrirtækið, með vélaverkstæðið á neðri hæðinni en íbúð fjölskyldunnar á efri hæðinni. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE og óx upp í það að verða það stærsta á sínu sviði hérlendis. Þegar Hjalti og Kristjana drógu sig úr daglegum rekstri tóku börnin þeirra þrjú við fyrirtækinu, Unnar Steinn, Hanna Rúna og Einar Þór, undir forystu elsta barnsins, Unnars, sem varð aðaleigandi. Um tíma störfuðu hjá því um 550 manns, auk 150 til 200 undirverktaka, og var VHE stundum nefnt stærsta ósýnilega fyrirtæki Íslands. „Það var stefna hjá mér að láta ekkert á þessu bera. Þá er maður ekkert að segja of mikið,“ sagði Hjalti í þættinum „Um land allt“, sem Stöð 2 gerði árið 2014 um uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins. Þáttinn má sjá hér: Þau Hjalti og Kristjana áttu það sammerkt að koma frá afskekktum sveitabæjum sem hlutu þau örlög að verða eyðijarðir. Kristjana er fædd og uppalin á Bæ á Bæjarnesi við norðanverðan Breiðafjörð en Hjalti kom frá Reyðará á Siglunesi. Þau hjónin fjölluðu um það hlutskipti að sjá æskuslóðirnar verða að eyðibyggð í öðrum þætti „Um land allt“, sem sjá má hér: Hjalti lýsti því í frétt Stöðvar 2 þegar hann sá flugvélina þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947, fljúga mjög lágt yfir Siglunes og hverfa inn í þoku skömmu áður en hún rakst á Hestfjall í Héðinsfirði, aðeins tvo kílómetra frá Reyðará þar sem Hjalti bjó. Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.
Andlát Um land allt Hafnarfjörður Fjallabyggð Reykhólahreppur Áliðnaður Tengdar fréttir Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Eyðijörð á Vestfjörðum orðin að frístundabýli Afskekkt eyðibýli, sem áður dröbbuðust niður sökum þess að enginn vildi búa þar, hafa hvert af öðru lifnað á ný. 24. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15
Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 25. nóvember 2014 20:45