Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: „Gefið boltann bara á hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 23:31 Ragnar Nathanaelsson á að fá boltann oftar að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Vilhelm Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur. „Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“ Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
„Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira