Fyrsti sigur City á Tottenham-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 22:00 Nathan Ake skoraði mark Manchester City. Þeirra fyrsta í sex tilraunum á Tottenham-vellinum. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Þetta var í sjötta sinn sem Manchester City heimsækir nýja heimavöllinn hjá Tottenham sem var tekinn í notkun árið 2019. Í fyrstu fimm heimsóknum City á völlinn hafði liðið tapað öllum fimm leikjunum og aldrei hafði liðið náð að skora. Eins og í fyrri heimsóknum City á völlinn vantaði liðinu ekki færin til að skora. Oscar Bobb kom boltanum vissulega í netið fyrir gestina eftir aðeins fimm mínútna leik, en aðstoðardómarinn flaggaði og markið dæmt af vegna rangstöðu. Liðið skapaði sér nokkur færi í viðbót til að skora, en eins og í fyrri heimsóknum virtist boltinn einfaldlega ekki vilja fara inn. Heimamenn í Tottenham sköpuðu sér nokkrum sinnum góðar stöður, en færin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að gestirnir náðu loksins að brjóta ísinn. Kevin De Bruyne tók þá hornspyrnu sem heimamenn réðu ekki við og boltinn skoppaði inni á markteig áður en Nathan Aké mokaði honum yfir línuna. Guglielmo Vicario, markverði Tottenham, fannst Ruben Dias brjóta á sér í aðdraganda marksins, en fékk ekkert fyrir sinn snúð og markið fékk að standa. Reyndist þetta eina mark leiksins og niðurstaðan varð því 0-1 sigur bikarmeistara City sem eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en Tottenham situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Þetta var í sjötta sinn sem Manchester City heimsækir nýja heimavöllinn hjá Tottenham sem var tekinn í notkun árið 2019. Í fyrstu fimm heimsóknum City á völlinn hafði liðið tapað öllum fimm leikjunum og aldrei hafði liðið náð að skora. Eins og í fyrri heimsóknum City á völlinn vantaði liðinu ekki færin til að skora. Oscar Bobb kom boltanum vissulega í netið fyrir gestina eftir aðeins fimm mínútna leik, en aðstoðardómarinn flaggaði og markið dæmt af vegna rangstöðu. Liðið skapaði sér nokkur færi í viðbót til að skora, en eins og í fyrri heimsóknum virtist boltinn einfaldlega ekki vilja fara inn. Heimamenn í Tottenham sköpuðu sér nokkrum sinnum góðar stöður, en færin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að gestirnir náðu loksins að brjóta ísinn. Kevin De Bruyne tók þá hornspyrnu sem heimamenn réðu ekki við og boltinn skoppaði inni á markteig áður en Nathan Aké mokaði honum yfir línuna. Guglielmo Vicario, markverði Tottenham, fannst Ruben Dias brjóta á sér í aðdraganda marksins, en fékk ekkert fyrir sinn snúð og markið fékk að standa. Reyndist þetta eina mark leiksins og niðurstaðan varð því 0-1 sigur bikarmeistara City sem eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en Tottenham situr eftir með sárt ennið.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira