Fyrsti sigur City á Tottenham-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 22:00 Nathan Ake skoraði mark Manchester City. Þeirra fyrsta í sex tilraunum á Tottenham-vellinum. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Þetta var í sjötta sinn sem Manchester City heimsækir nýja heimavöllinn hjá Tottenham sem var tekinn í notkun árið 2019. Í fyrstu fimm heimsóknum City á völlinn hafði liðið tapað öllum fimm leikjunum og aldrei hafði liðið náð að skora. Eins og í fyrri heimsóknum City á völlinn vantaði liðinu ekki færin til að skora. Oscar Bobb kom boltanum vissulega í netið fyrir gestina eftir aðeins fimm mínútna leik, en aðstoðardómarinn flaggaði og markið dæmt af vegna rangstöðu. Liðið skapaði sér nokkur færi í viðbót til að skora, en eins og í fyrri heimsóknum virtist boltinn einfaldlega ekki vilja fara inn. Heimamenn í Tottenham sköpuðu sér nokkrum sinnum góðar stöður, en færin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að gestirnir náðu loksins að brjóta ísinn. Kevin De Bruyne tók þá hornspyrnu sem heimamenn réðu ekki við og boltinn skoppaði inni á markteig áður en Nathan Aké mokaði honum yfir línuna. Guglielmo Vicario, markverði Tottenham, fannst Ruben Dias brjóta á sér í aðdraganda marksins, en fékk ekkert fyrir sinn snúð og markið fékk að standa. Reyndist þetta eina mark leiksins og niðurstaðan varð því 0-1 sigur bikarmeistara City sem eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en Tottenham situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Sjá meira
Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld. Þetta var í sjötta sinn sem Manchester City heimsækir nýja heimavöllinn hjá Tottenham sem var tekinn í notkun árið 2019. Í fyrstu fimm heimsóknum City á völlinn hafði liðið tapað öllum fimm leikjunum og aldrei hafði liðið náð að skora. Eins og í fyrri heimsóknum City á völlinn vantaði liðinu ekki færin til að skora. Oscar Bobb kom boltanum vissulega í netið fyrir gestina eftir aðeins fimm mínútna leik, en aðstoðardómarinn flaggaði og markið dæmt af vegna rangstöðu. Liðið skapaði sér nokkur færi í viðbót til að skora, en eins og í fyrri heimsóknum virtist boltinn einfaldlega ekki vilja fara inn. Heimamenn í Tottenham sköpuðu sér nokkrum sinnum góðar stöður, en færin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu að gestirnir náðu loksins að brjóta ísinn. Kevin De Bruyne tók þá hornspyrnu sem heimamenn réðu ekki við og boltinn skoppaði inni á markteig áður en Nathan Aké mokaði honum yfir línuna. Guglielmo Vicario, markverði Tottenham, fannst Ruben Dias brjóta á sér í aðdraganda marksins, en fékk ekkert fyrir sinn snúð og markið fékk að standa. Reyndist þetta eina mark leiksins og niðurstaðan varð því 0-1 sigur bikarmeistara City sem eru á leið í 16-liða úrslit FA-bikarsins, en Tottenham situr eftir með sárt ennið.
Enski boltinn Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Sjá meira