Skellti upp úr yfir óvæntum hávaðakvörtunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2024 16:37 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík. Allt ætlaði um koll að keyra fyrir ári þegar borgarbúar kvörtuðu sáran yfir skorti á snjómokstri í Reykjavík. Skipaður var stýrihópur um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu og hlógu margir. Ári síðar hefur kvörtunum fækkað til muna, hvort sem er formlegum til borgarinnar eða færslum á samfélagsmiðlum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segist hafa farið að hlæja þegar hún sá frétt Vísis upp úr dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að töluvert hafi verið kvartað yfir snjómokstri. Ekki snjómokstrinum sem slíkum heldur hávaða af hans völdum. „Ég fór reyndar að hlæja! Og hugsaði að við værum kannski komin allan hringinn með þetta,“ segir Dóra Björt. Hún segir óumdeilt að stýrihópurinn hafi skilað árangri og búið sé að kollvarpa vetrarþjónustunni byggt á ábendingum frá íbúum. „Þær voru nýttar til úrbóta sem snerta á eiginlega flestum þáttum. Nú höfum við betri yfirsýn með öflugra eftirliti, getum kallað út fólk með minni fyrirvara og verið næmari gagnvart þörfinni fyrir snjómokstur eftir færð hverju sinni með betri og markvissari gagnasöfnun. Við höfum fjölgað fólki á vöktum til að sinna betur göngu- og hjólastofnstígum og erum að ná að hreinsa húsagötur á brotabroti af þeim tíma sem áður var.“ Fólk sjái mikinn mun Áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga en nú sé markmiðið tveir sólarhringar. „En við erum að klára á enn skremmri tíma en það. Það var gert svolítið góðlátlegt grín að þessari vinnu í fyrra en þetta er að skila sér og við sjáum það. Það var gengið faglega til verks, áskoranir greindar og svo var bara gengið í málið að laga þetta. Kvörtunum hefur hríðfækkað í kjölfarið og ég sé allskonar umræðu í hverfahópum um að fólk sér mikinn mun. Það er æðislegt.“ Dóra Björt segir gott alltaf mega bæta og borgarstjórn sé auðmjúk gagnvart því. Þegar ábendingar berist séu þær nýttar til að bæta úr hlutunum. „Við viljum sem dæmi gera enn betur í hálkuvörnum og því að salta og sanda sérstaklega fyrir gangandi og hjólandi en það er reyndar ekki alveg einfalt mál vegna þess að stundum er saltað og svo dugar það bara í rosalega stuttan tíma í einu. Svo hefur einnig verið bent á að það þurfi að ganga lengri varðandi snjómokstur í þágu gangandi og hjólandi þar sem þröngt er um á gangstéttum eins og í miðborginni, meðal annars með fleiri hentugum tækjum til þess.“ Þetta sé allt til skoðunar og bestu leiða leitað til að gera enn betur þegar komi að þessum þáttum. Hún segir margt mega tína til varðandi hvers vegna staðan sé svona miklu betri rúmu ári síðar. Óháð snjómagni sem var afar mikið í fyrra. Í beinu sambandi við fólkið á tækjunum „Það hefur skipt máli að núna erum við ekki með einhverja yfirverktaka sem sjá sjálfir um alla yfirsýn og eru í tengslum við sína undirverktaka. Núna erum við búin að taka út þessa milliliði og erum í beinu sambandi við fólkið á tækjunum. Það var gert með uppstokkun í því hvernig við bjóðum út þessa þjónustu.“ Þá séu verktakarnir nú á viðverugjaldi og því hægt að kalla þá til hvenær sem er. Fólkið sé tilbúið um leið og kallið komi. „Við erum líka með betri gögn til sem segja okkur með nákvæmari hætti hvar mesta þörfin verður í borginni og þannig er hægt að beita tækjunum betur og markvissar á rétta staði hverju sinni. Við erum að ná miklum árangri líka alveg óháð snjómagni!“ Píratar Færð á vegum Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kvartað undan hávaða vegna snjómoksturs Kvartað var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Það kemur fram í dagbók lögreglu í dag. Alls voru 48 mál bókuð í skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, frá klukkan 17 í gær til fimm í nótt. 24. janúar 2024 06:32 Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. 18. janúar 2024 13:27 „Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi“ Íbúi Borgarbyggðar segir vegi ekkert hafa verið hálkuvarða þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarfélagsins um að í forgangi séu vegir þar sem er skólaakstur. Skólarútan ferðist löturhægt um fljúgandi hálar ósaltaðar brekkur. 7. janúar 2024 22:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra fyrir ári þegar borgarbúar kvörtuðu sáran yfir skorti á snjómokstri í Reykjavík. Skipaður var stýrihópur um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu og hlógu margir. Ári síðar hefur kvörtunum fækkað til muna, hvort sem er formlegum til borgarinnar eða færslum á samfélagsmiðlum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segist hafa farið að hlæja þegar hún sá frétt Vísis upp úr dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að töluvert hafi verið kvartað yfir snjómokstri. Ekki snjómokstrinum sem slíkum heldur hávaða af hans völdum. „Ég fór reyndar að hlæja! Og hugsaði að við værum kannski komin allan hringinn með þetta,“ segir Dóra Björt. Hún segir óumdeilt að stýrihópurinn hafi skilað árangri og búið sé að kollvarpa vetrarþjónustunni byggt á ábendingum frá íbúum. „Þær voru nýttar til úrbóta sem snerta á eiginlega flestum þáttum. Nú höfum við betri yfirsýn með öflugra eftirliti, getum kallað út fólk með minni fyrirvara og verið næmari gagnvart þörfinni fyrir snjómokstur eftir færð hverju sinni með betri og markvissari gagnasöfnun. Við höfum fjölgað fólki á vöktum til að sinna betur göngu- og hjólastofnstígum og erum að ná að hreinsa húsagötur á brotabroti af þeim tíma sem áður var.“ Fólk sjái mikinn mun Áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga en nú sé markmiðið tveir sólarhringar. „En við erum að klára á enn skremmri tíma en það. Það var gert svolítið góðlátlegt grín að þessari vinnu í fyrra en þetta er að skila sér og við sjáum það. Það var gengið faglega til verks, áskoranir greindar og svo var bara gengið í málið að laga þetta. Kvörtunum hefur hríðfækkað í kjölfarið og ég sé allskonar umræðu í hverfahópum um að fólk sér mikinn mun. Það er æðislegt.“ Dóra Björt segir gott alltaf mega bæta og borgarstjórn sé auðmjúk gagnvart því. Þegar ábendingar berist séu þær nýttar til að bæta úr hlutunum. „Við viljum sem dæmi gera enn betur í hálkuvörnum og því að salta og sanda sérstaklega fyrir gangandi og hjólandi en það er reyndar ekki alveg einfalt mál vegna þess að stundum er saltað og svo dugar það bara í rosalega stuttan tíma í einu. Svo hefur einnig verið bent á að það þurfi að ganga lengri varðandi snjómokstur í þágu gangandi og hjólandi þar sem þröngt er um á gangstéttum eins og í miðborginni, meðal annars með fleiri hentugum tækjum til þess.“ Þetta sé allt til skoðunar og bestu leiða leitað til að gera enn betur þegar komi að þessum þáttum. Hún segir margt mega tína til varðandi hvers vegna staðan sé svona miklu betri rúmu ári síðar. Óháð snjómagni sem var afar mikið í fyrra. Í beinu sambandi við fólkið á tækjunum „Það hefur skipt máli að núna erum við ekki með einhverja yfirverktaka sem sjá sjálfir um alla yfirsýn og eru í tengslum við sína undirverktaka. Núna erum við búin að taka út þessa milliliði og erum í beinu sambandi við fólkið á tækjunum. Það var gert með uppstokkun í því hvernig við bjóðum út þessa þjónustu.“ Þá séu verktakarnir nú á viðverugjaldi og því hægt að kalla þá til hvenær sem er. Fólkið sé tilbúið um leið og kallið komi. „Við erum líka með betri gögn til sem segja okkur með nákvæmari hætti hvar mesta þörfin verður í borginni og þannig er hægt að beita tækjunum betur og markvissar á rétta staði hverju sinni. Við erum að ná miklum árangri líka alveg óháð snjómagni!“
Píratar Færð á vegum Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Kvartað undan hávaða vegna snjómoksturs Kvartað var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Það kemur fram í dagbók lögreglu í dag. Alls voru 48 mál bókuð í skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, frá klukkan 17 í gær til fimm í nótt. 24. janúar 2024 06:32 Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. 18. janúar 2024 13:27 „Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi“ Íbúi Borgarbyggðar segir vegi ekkert hafa verið hálkuvarða þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarfélagsins um að í forgangi séu vegir þar sem er skólaakstur. Skólarútan ferðist löturhægt um fljúgandi hálar ósaltaðar brekkur. 7. janúar 2024 22:32 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Kvartað undan hávaða vegna snjómoksturs Kvartað var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Það kemur fram í dagbók lögreglu í dag. Alls voru 48 mál bókuð í skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, frá klukkan 17 í gær til fimm í nótt. 24. janúar 2024 06:32
Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. 18. janúar 2024 13:27
„Bílstjórinn stendur sig mjög vel en þessar aðstæður eru óviðunandi“ Íbúi Borgarbyggðar segir vegi ekkert hafa verið hálkuvarða þrátt fyrir yfirlýsingar sveitarfélagsins um að í forgangi séu vegir þar sem er skólaakstur. Skólarútan ferðist löturhægt um fljúgandi hálar ósaltaðar brekkur. 7. janúar 2024 22:32