Snorri um þá sem verða eftir: „Margir í þeirra stöðum“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2024 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá átján leikmenn sem hann ætlar að treysta á næstu vikurnar. Sextán leikmenn verða til taks í hverjum leik fyrir sig á EM. vísir/Einar Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, heldur á morgun út til Austurríkis með EM-hópinn sinn sem hefur svo keppni í Þýskalandi á föstudaginn eftir viku. Hann útskýrði ákvörðun sína um hvaða tveir leikmenn detta núna út úr hópnum. Snorri valdi tuttugu leikmenn til æfinga hér á landi en hópurinn hóf æfingar á milli jóla og nýárs. Tveir yngstu mennirnir, hinir 21 árs gömlu Þorsteinn Leó Gunnarsson og Andri Már Rúnarsson, ferðast ekki með hópnum til Austurríkis, þar sem Ísland spilar vináttulandsleiki á laugardag og mánudag. „Andri og Þorsteinn Leó verða eftir að þessu sinni. Það eru margir í þeirra stöðum, við erum ekki undirmannaðir þar eins og er,“ sagði Snorri fyrir æfingu í Safamýri í dag. Báðir geta leikið í stöðu vinstri skyttu, þó ólíkir séu, og Andri auk þess sem miðjumaður. Á EM fara hins vegar Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason, sem leyst geta þessi hlutverk. Vildi geta nýtt krafta Donna Snorri valdi Kristján Örn Kristjánsson, Donna, en þessi öfluga, örvhenta skytta hefur átt við meiðsli að stríða: „Ég vildi hafa þrjár örvhentar skyttur með, þrátt fyrir að Donni hafi verið að glíma við einhver meiðsli undanfarið. Ég vildi hafa smá breidd þar,“ sagði Snorri sem er einnig með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson. Hann bætti við: „Ég tel þetta vera okkar átján bestu leikmenn, sem passa vel saman og passa inn í það sem við erum að gera. Svo vitum við náttúrulega aldrei hvað gerist á löngu og ströngu móti.“ Klippa: Snorri um EM-hópinn og stöðu Elvars Ekki að sjá að Elvar hafi misst af síðustu vikum Elvar Örn Jónsson hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná mótinu, eftir að hafa tognað í kviðvöðva, og Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði að spila að nýju í síðasta mánuði eftir að hafa farið í aðgerð vegna axlarmeiðsla í sumar. „Þeir hafa báðir verið flottir. Elvar kom seinna inn í þetta og er nýbyrjaður en það er ekki að sjá að hann hafi verið frá í 5-6 vikur. Auðvitað verðum við samt að hafa varann á þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref eftir meiðsli,“ sagði Snorri. „Gísli er búinn að vera „full force“ með okkur en það segir sig sjálft að hann er ekki sá maður sem kemur til með að skjóta lengst frá markinu fyrir okkur, en þeir sem þekkja vel til vita að hann hefur aðra eiginleika sem við viljum klárlega hafa með okkur,“ bætti hann við. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 „Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00 Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11 Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Snorri valdi tuttugu leikmenn til æfinga hér á landi en hópurinn hóf æfingar á milli jóla og nýárs. Tveir yngstu mennirnir, hinir 21 árs gömlu Þorsteinn Leó Gunnarsson og Andri Már Rúnarsson, ferðast ekki með hópnum til Austurríkis, þar sem Ísland spilar vináttulandsleiki á laugardag og mánudag. „Andri og Þorsteinn Leó verða eftir að þessu sinni. Það eru margir í þeirra stöðum, við erum ekki undirmannaðir þar eins og er,“ sagði Snorri fyrir æfingu í Safamýri í dag. Báðir geta leikið í stöðu vinstri skyttu, þó ólíkir séu, og Andri auk þess sem miðjumaður. Á EM fara hins vegar Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason, sem leyst geta þessi hlutverk. Vildi geta nýtt krafta Donna Snorri valdi Kristján Örn Kristjánsson, Donna, en þessi öfluga, örvhenta skytta hefur átt við meiðsli að stríða: „Ég vildi hafa þrjár örvhentar skyttur með, þrátt fyrir að Donni hafi verið að glíma við einhver meiðsli undanfarið. Ég vildi hafa smá breidd þar,“ sagði Snorri sem er einnig með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson. Hann bætti við: „Ég tel þetta vera okkar átján bestu leikmenn, sem passa vel saman og passa inn í það sem við erum að gera. Svo vitum við náttúrulega aldrei hvað gerist á löngu og ströngu móti.“ Klippa: Snorri um EM-hópinn og stöðu Elvars Ekki að sjá að Elvar hafi misst af síðustu vikum Elvar Örn Jónsson hefur verið í kapphlaupi við tímann til að ná mótinu, eftir að hafa tognað í kviðvöðva, og Gísli Þorgeir Kristjánsson byrjaði að spila að nýju í síðasta mánuði eftir að hafa farið í aðgerð vegna axlarmeiðsla í sumar. „Þeir hafa báðir verið flottir. Elvar kom seinna inn í þetta og er nýbyrjaður en það er ekki að sjá að hann hafi verið frá í 5-6 vikur. Auðvitað verðum við samt að hafa varann á þegar menn eru að stíga sín fyrstu skref eftir meiðsli,“ sagði Snorri. „Gísli er búinn að vera „full force“ með okkur en það segir sig sjálft að hann er ekki sá maður sem kemur til með að skjóta lengst frá markinu fyrir okkur, en þeir sem þekkja vel til vita að hann hefur aðra eiginleika sem við viljum klárlega hafa með okkur,“ bætti hann við.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06 Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 „Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00 Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11 Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
Elvar og Einar Þorsteinn í EM-hópnum Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. 4. janúar 2024 10:06
Dagarnir sem þjóðin ætti að taka frá Það styttist óðum í að EM karla í handbolta hefjist og þau sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig ættu ef til vill að skrá hjá sér hvenær strákarnir okkar spila sína leiki. 4. janúar 2024 09:31
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
„Eigum ekki heimsklassa varnarmenn“ Dagur Sigurðsson segir Ísland hafa á að skipa einu albesta sóknarliðinu á EM karla í handbolta sem fram undan er í Þýskalandi og hefst í næstu viku. Veikleikar Íslands liggi hins vegar í varnarleiknum. 3. janúar 2024 13:00
Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. 3. janúar 2024 08:11
Segir Ísland geta komið á óvart á EM Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. 2. janúar 2024 15:01