Dæmdur fyrir að hafa áreitt fjórtán ára stúlku í búningsklefa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2023 18:45 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í búningsklefa sundlaugar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness átti atvikið sér stað 3. mars 2022. Faðir og móðir brotaþola hafi verið á vettvangi og faðir hennar, sem er starfsmaður sundlaugarinnar, sagðist hafa boðið brotaþola að fara á æfingu í líkamsræktaraðstöðu sundlaugarinnar. Hún hafi svo komið til föður síns í miklu uppnámi og sagt að maður hafi áreitt hana í kvennaklefanum. Lét eins og hann hefði ruglast á klefum Faðir brotaþola kvaðst þá hafa séð mann sem samræmdist lýsingu brotaþola á biðstöð strætisvagna nálægt sundlauginni og gengið til hans. Hann skammaði manninn og sagði honum að svona ætti hann ekki að gera. Hinn ákærði hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Hinn ákærði gekk inn í kvennaklefann og lést eins og hann væri að ruglast og spurði hvar karlaklefinn væri. Brotaþoli hafi bent honum á það en hann hafi þá gengið lengra inn í kvennaklefann og sagt á ensku að hún væri með flottan líkama, að hann væri líka með flottan líkama og spurt hana hvort hún vildi sjá. Hann hafi þá byrjað að gyrða niður um sig buxurnar og brotaþoli hafi séð getnaðarlim hans. Hann hafi spurt brotaþoli hvaðan hún væri og hvort hún notaði hina og þessa samfélagsmiðla. Ákærði hafi jafnframt beðið brotaþola um að knúsa sig en þegar hún neitaði bað hann hana um að taka í höndina á sér sem hún hafi gert til að losna við hann. Gekk ítrekað inn í kvennaklefann Hinn ákærði viðurkenndi að hafa farið ítrekað inn í kvennaklefa laugarinnar en að það hafi verið fyrir mistök í hvert skipti. Hann sagðist hafa verið að leita að einkasvæði þar sem hann gæti farið ur fötunum og í sturtu þar sem trú hans leyfi það ekki að fara úr fötunum og þvo sér innan um annað fólk. Hann sagðist einnig ekki hafa séð skiltið við innganginn á klefanum sem gaf það til kynna að þetta væri kvennaklefi og að hann skildi ekki íslensku. Ákærði hafi gengið nokkrum sinnum inn í klefann en heyrt sturtuhljóð og því farið aftur út. Á upptökum úr öryggismyndavél í sundlauginni sást ákærði ganga mörgun sinnum inn í kvennaklefann og í síðasta skiptið hafi hann verið þar í tvær til þrjár mínutur. Hinum ákærða var gefið að sök blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum og gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist og greiða brotaþola hálfa milljón króna í miskabætur auk vaxta ásamt því að greiða allan sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira