Martínez reyndi að taka kylfu af löggu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Emiliano Martínez var heitt í hamsi fyrir leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2026. epa/Andre Coelho Emiliano Martínez, markvörður argentínska fótboltalandsliðsins, reyndi að taka kylfu af lögreglumanni í átökunum sem brutust út fyrir leikinn gegn Brasilíu. Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira