Dæmd fyrir að aka vísvitandi á konu á bílaplani Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 11:14 Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekið vísvitandi á konu á bílaplani við verslun Nettó í júní 2021. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira