Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 11:30 Dómur var kveðinn upp á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira