Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. nóvember 2023 11:50 Blóðslettur voru enn sýnilegar í anddyri fjölbýlishússins við Silfratjörn eftir hádegið í gær. Vísir/Vilhelm Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29
Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47
Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27