Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 2. nóvember 2023 18:47 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ekki tímabært að gefa upplýsingar um aðild þeirra sem handteknir voru í tengslum við skotárásina. Vísir/Arnar Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07